22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Listasmiðja fyrir börn í Borgarbókasafni

Sunnudaginn 14. september kl. 15-16 verður listasmiðja fyrir börn í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Smiðjan er sett upp í tengslum við afmælissýningu félagsins Íslensk grafík sem nú stendur yfir í safninu. Börn og fjölskyldur geta komið og þrykkt undir leiðsögn tveggja myndlistarmanna, þeirra Elísabetar Stefánsdóttur og Gunnhildar Þórðardóttur. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Listasmidja