Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, í Gamla bíói í Reykjavík og hlaut þau að þessu sinni Jón G. Friðjónsson prófessor. Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði við Háskóla Íslands um áratuga skeið og verið meðal brautryðjenda í kennslu íslensku sem annars máls við skólann. Verðlaun Jónasar eru árlega veitt þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.
Þessi hafa hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar:
- Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og grunnskólakennari, 1996
- Gísli Jónsson menntaskólakennari, 1997
- Þórarinn Eldjárn rithöfundur, 1998
- Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, 1999
- Magnús Þór Jónsson, Megas, 2000
- Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, 2001
- Jón Böðvarsson, 2002
- Jón S. Guðmundsson, 2003
- Silja Aðalsteinsdóttir, 2004
- Guðrún Helgadóttir, 2005
- Njörður P. Njarðvík, 2006
- Sigurbjörn Einarsson, 2007
- Herdís Egilsdóttir, kennari, 2008
- Þorsteinn frá Hamri, rithöfundur og skáld, 2009
- Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna í tungumálum, fyrrverandi forseti Íslands og leikhússtjóri, 2010
- Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, 2011
- Hannes Pétursson rithöfundur, 2012
- Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður, 2013
- Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur 2014
- Guðjón Friðriksson sagnfræðingur 2015
- Sigurður Pálsson skáld 2016
- Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, 2017
- Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, 2018
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2019