Tag Archives: menning

Styrkir til verkefna á sviði menningarmála

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála.

Í auglýsingu mennta- og menningarmálaráðuneytis 9. október 2015 var tilgreint að úthlutað yrði til verkefna á sviði listgreina, menningararfs og uppbyggingar landsmótsstaða. Ráðuneytið tók til meðferðar 102 umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 366.866.300 kr.

Alls eru veittir 29 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 38.800.000 kr.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2016:

Á sviði lista og menningar:     Kr.
Afrika-Lole, áhugamannafélag Fest Afrika Reykjavik 2016    200.000
Bandalag íslenskra leikfélaga Rekstur þjónustumiðstöðvar 6.000.000
Félag leikskálda og handritshöfunda Höfundasmiðja    400.000
List án landamæra List án landamæra 2016 1.500.000
Listahátíðin Hringrás Hringrás Listahátíð – Cycle Music and Art Festival    700.000
Lókal, leiklistarhátíð ehf. Lókal, leiklistarhátíð 2016 3.000.000
Málnefnd um íslenskt táknmál Barnamenningarhátíð á degi íslenska táknmálsins    400.000
Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð Alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík    400.000
Samtök um Danshús Dansverkstæði 2.000.000
Sólheimar, sjálfbært samfélag Menningarveisla Sólheima 2016    200.000
Sviðslistasamband Íslands Rekstrarstyrkur 6.500.000
Upptakturinn, Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. og Íslenska óperan Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.    300.000
Á sviði menningararfs:    
Bandalag íslenskra skáta Flokkun, skráning og skönnun muna og mynda úr sögu skátahreyfingarinnar 1.000.000
Félag norrænna forvarða – Ísland Rekstrarstyrkur    500.000
FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnamanna Rekstrarstyrkur 1.000.000
Heimilisiðnaðarfélag Íslands Rekstrarstyrkur 4.000.000
Íslandsdeild ICOM Rekstarstyrkur 1.000.000
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi Uppbygging starfsemi    300.000
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi Menningarminjar í hættu    750.000
ReykjavíkurAkademína ses. –

Sesselja G. Magnúsdóttir

Rannsókn á bókasafni Dagsbrúnar sem bókmenningu    300.000
Snorrastofa í Reykholti Forn trúarbrögð Norðursins 3.000.000
Upplýsing – félag bókasafns- og upplýsingafræðinga Rekstrarstyrkur 1.200.000
Wift á íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi Gagnasafn íslenskra kvenna í kvikmyndagerð    350.000
Þjóðbúningaráð Rekstrarstyrkur    500.000
Á sviði uppbyggingar landsmótsstaða:    
Bandalag íslenskra skáta Framkvæmdir á Úlfljótsvatni vegna Landsmóts skáta 2016 og World Scout Moot 2017 8.000.000
Golfklúbbur Akureyrar Uppbygging fyrir Íslandsmótið í höggleik 2016 á Jaðri ásamt endurbótum á golfskála 4.000.000
Ísafjarðarbær Uppbygging vegna landsmóts UMFÍ 50+ 4.000.000
Landssamband hestamannafélaga Framkvæmdir vegna Landsmóts hestamanna 2016 á Hólum í Hjaltadal 5.000.000
Skógarmenn KFUM Uppbygging landsmótssvæðis í Vatnaskógi 3.300.000

Listasmiðja fyrir börn í Borgarbókasafni

Sunnudaginn 14. september kl. 15-16 verður listasmiðja fyrir börn í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Smiðjan er sett upp í tengslum við afmælissýningu félagsins Íslensk grafík sem nú stendur yfir í safninu. Börn og fjölskyldur geta komið og þrykkt undir leiðsögn tveggja myndlistarmanna, þeirra Elísabetar Stefánsdóttur og Gunnhildar Þórðardóttur. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Listasmidja

Stelpumenning – ljósmyndasýning

Lauren Greenfield
STELPUMENNING
13. september 2014 – 11. janúar 2015

Stelpumenning  er ljósmyndasýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og varpar ljósi á hverfandi skil á milli raunveruleika stúlkna og gildishlaðinnar birtingarmyndar kvenna í bandarískri dægurmenningu. Sýningin stendur frá 13. september til 11. janúar 2015.

Myndaröðin er afrakstur fimm ára rannsóknar Lauren Greenfield á lífi stúlkna og kvenna víðsvegar um Bandaríkin. Portrettmyndir og viðtöl Greenfield varpa ljósi á upplifanir og athafnir kvenna innan samfélags sem krefst ákveðins útlits, hegðunar og frammistöðu. Í sýningunni mætast hversdagslegar og öfgakenndar aðstæður stelpumenningar: samkeppni og útlitsdýrkun unglingsstúlkna og barátta ungrar konu með lystarstol; barn í búningaleik og fatafella í skólastúlkubúningi.

Lauren Greenfield hefur unnið við heimildaljósmyndun og kvikmyndagerð frá 1991. Greenfield bregður birtu kynjahlutverk, líf ungmenna og neyslumenningu í myndum sínum. Meðal myndaraða Greenfield má nefna Fast Forward (1997), Girl Culture (2002) og THIN (2006) og heimildarmyndirnar Kids + Money (2008), Beauty CULTure (2011) og Queen of Versaille (2012). Heimilda- og fréttaljósmyndir Greenfield birtast reglulega í tímaritum á boð við The New York Times Magazine, National Geographic og Harper‘s Bazaar.

Heimildarmyndirnar Queen of Versaille og Kids & Money eftir Lauren Greenfield munu vera sýndar á meðan á sýningunni stendur.

Sýningin er skipulögð af Evergreen Pictures

Girl Culture

Ný samsýning opnar á Ásmundasafni

Samsýningin, A posterori: Hús, höggmynd, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni, laugardaginn 13. september kl. 16. Listamennirnir Birgir Snæbjörn Birgisson, Guðjón Ketilsson, Hulda Hákon, Kathy Clark, Kristín Reynisdóttir, Stefán Jónsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir sýna þar verk sín ásamt verkum Ásmundar Sveinssonar.

Á sýningunni eru  listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús. Verkin eru ýmist gerð út frá raunverulegri eða ímyndaðri byggingarlist og endurspegla oft liðna tíð. Sjálft Ásmundarsafn er hluti af sýningunni bæði sem hús og höggmynd. Ásmundur hannaði húsið með listaverkin sín í huga og nýtti sem vinnustofu og sýningarrými. Byggingarnar bjóða jafnframt upp á óhefðbundinn vettvang fyrir listsköpun annarra listamanna. Ásmundur byggði húsið á sama tíma og hann vann margar af þeim höggmyndum sem nú standa í garðinum. Á sýningunni verða sett upp minni útgáfur af þessum höggmyndum sem spila bæði saman við stærri verkin og við verk annarra listamanna á sýningunni. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.

Heimild: http://www.listasafnreykjavikur.is

Skólahljómsveit frá Ósló í Húsdýragarðinum

Voksen skoles musikkorps er skólahljómsveit frá Ósló. Þau munu halda tónleika m.a. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 22. júní kl. 14:00.

Hljómsveitin samanstendur af 40 blásara- og slagverksnemendum á grunn- og framhaldsskólastigi á aldursbilinu 13 til 19 ára.
Á þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí ár hvert fara allar skólalúðrasveitir Noregs í skipulagðar skrúðgöngur og færa tónlist sína inn á götur og stræti allra bæja og borga. Reykvíkingum gefst kostur á að kynnast þessari hefð sunnudaginn 22. júní en þá mun hljómsveitin vera með skrúðgöngu á undan tónleikunum í Fjölskyldugarðinum klukkan 14 og síðan aftur á Laugaveginum klukkan 17.
Einnig verða þau með tónleika á Þingvöllum þann 23. júní.