Tag Archives: reykjavík

Úthlutun styrkja á sviði menningar-, íþrótta- og æskulýðsmála 2018

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum af safnliðum fyrir árið 2018 til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Í auglýsingu ráðuneytisins 29. september 2017 var tekið fram að úthlutað yrði styrkjum á sviði lista og menningararfs annars vegar og til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála hinsvegar. 

Á sviði lista og menningararfs eru veittir rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja og hafa ekki aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum  lista og menningararfs.

Á sviði íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhaldíþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

 

Mat á umsóknum byggði einkum á eftirtöldum sjónarmiðum: 

 1. a)   gildi og mikilvægi verkefnis fyrir stefnu viðkomandi málaflokks,
 2. b)   gildi og mikilvægi verkefnisins fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks,
 3. c)   að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að,
 4. d)   starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
 5. e)   fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.

 

Alls bárust 97  umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 429.437.312 kr.  Alls eru veittir 37 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 56.300.000 kr.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2018:

Styrkir til lista og menningararfs

Verkefnastyrkir           

Umsækjandi

Verkefni

Úthlutað

ASSITEJ Ísland

UNGI – alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir ungt fólk

800.000

Barnabókasetur Íslands

Siljan, myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk

500.000

Cycle Music and Art Festival

Listahátíðin Cycle, Heimur heima

1.000.000

Danshópurinn Sporið

Miðlun íslenskra þjóðdansa sem menningarhefðar

300.000

Félag norrænna forvarða -Ísland

Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi

500.000

Félag um listasafn Samúels

Endurbætur á húsi Samúels

500.000

Fífilbrekka ehf

Ljósmyndaverkefni um hús Samvinnuhreyfingarinnar

1.000.000

Harpa ohf

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

500.000

Íslandsdeild ICOMOS

Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

500.000

Íslenskir eldsmiðir

Fræðsla um eldsmíði – námskeið og sýningar

500.000

Íslensk tónverkamiðstöð

Skylduskil til Landsbókasafns Íslands

2.000.000

KrakkaRÚV

Gagnvirkt vefsjónvarp fyrir ungmenni með áherslu á vandað málfar og góða íslensku

1.500.000

Leikminjasafn Íslands

Frágangur og skráning leikmuna

3.700.000

Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð

Úti í Mýri – alþjóðleg barnabókmenntahátíð

1.000.000

Nína Margrét Grímsdóttir

Reykjavík Classics, tónleikaröð í Hörpu

1.200.000

Norræna húsið í Reykjavík

Menningarveisla í Vatnsmýrinni í tilefni af 50 ára afmæli hússins 2018

800.000

SÍUNG

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna

500.000

Sviðslistasamband Íslands

Markaðs og kynningarmál

500.000

Tónskáldafélag Íslands

Myrkir músíkdagar

2.000.000

Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða

Faglegir fundir, fræðsla og alþjóðlegt samstarf

1.200.000

Valdimar Össurarson

Orðasjóður Kollsvíkinga

500.000

 

Rekstrarstyrkir

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa

3.500.000

Bókmenntahátíð í Reykjavík

3.000.000

Félag íslenskra safna og safnmanna

1.500.000

Reykjavík Dance Festival

3.500.000

 

Stofnstyrkir til íþrótta- og æskulýðsmála

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar

Úrbætur á öryggissvæði keppnisbrautar

800.000

Golfklúbbur Vestmannaeyja

Framkvæmdir á mótssvæði fyrir Íslandsmót í höggleik 2018

2.000.000

Landssamband hestamannafélaga

Uppbygging keppnisvalla í Víðidal fyrir Landsmót hestamanna 2018

6.000.000

Skáksamband Íslands

Viðgerð á þaki vegna leka í húsakynnum sambandsins

1.000.000

Skátafélagið Garðbúar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Heiðabúar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Mosverjar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Strókur

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skógarmenn KFUM – Vatnaskógi

Vatnaskógur – ljúka við nýtt hús og bætt aðgengi

1.000.000

Sveitarfélagið Skagafjörður

Uppbygging mannvirkja fyrir Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ 2018

6.000.000

Sveitarfélagið Ölfus

Unglingalandsmót UMFÍ 2018

5.000.000

Vegahúsið ungmennahús

Viðhald Vegahússins ungmennahúss

600.000

                                              

100 ár frá spænsku veikinni á næsta ári

Á næsta ári eru 100 ár liðin frá því að spænska veikin lagði mörg hundruð manns að velli í Reykjavík og nágrenni. Um var að ræða afar skæðan inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn á árunum 1918-1919. Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra að sett verði í gang hugmyndavinna um það hvernig minnast skuli tímamótanna og þeirra sem létust í þessum skæða faraldri.

Þess má geta að rithöfundurinn Gerður Kristný kom hugmyndinni á framfæri við borgarstjóra um að minnast þess að öld er liðin frá því að hin mannskæða farsótt geisaði í Reykjavík.

Hefja skal undirbúning að viðburðum, sögulegum merkingum og öðru sambærilegu til að varpa ljósi á og minnast tímamótanna. Leita skal samstarfs við aðra aðila eftir atvikum.

Spænska veikin er mannskæðasti inflúensufaraldur sögunnar og létust um 25 milljónir manna að minnsta kosti í heiminum öllum. Veikin er talin hafa borist hingað til lands með skipunum Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjunum 19. október 1918, sama dag og fullveldi Íslands var samþykkt.

Fljótlega fór fólk að veikjast og í byrjun nóvember var faraldurinn kominn verulega á skrið og fyrsta dauðsfallið skráð. Miðvikudaginn 6. nóvember er talið að þriðjungur Reykvíkinga hafi legið sjúkur og fimm dögum síðar voru tveir þriðju íbúa höfuðborgarinnar rúmfastir. Sérstök hjúkrunarnefnd var skipuð í Reykjavík 9. nóvember. Borginni var skipt í þrettán hverfi og gengið var í hús. Aðkoman var víða hroðaleg.

Samkvæmt opinberum tölum létust alls 484 Íslendingar úr spænsku veikinni. Veikin kom þyngst niður á Reykvíkingum, þar sem 258 létust, en með ströngum sóttvörnum og einangrun manna og hluta sem grunaðir voru um að geta borið smit tókst að verja algerlega Norður- og Austurland. Framangreindar upplýsingar eru sóttar af Vísindavef Háskóla Íslands og úr bókinni Ísland í aldanna rás.

Öll tiltæk lyf sem hjálpað gátu við lungnabólgu og hitasótt, sem voru fylgifiskar veikinnar, kláruðust umsvifalaust. Læknar unnu myrkranna á milli og læknanemar fengu bráðabirgðaskírteini til að sinna smituðum. Allt athafnalíf í Reykjavík lamaðist. Flestar verslanir lokuðust og 6. nóvember hættu blöð að koma út vegna veikinda starfsmanna. Samband við útlönd féll niður því allir starfsmenn Landsímahússins utan einn veiktust. Messufall varð og sorphirða og hreinsun útisalerna féll niður. Erfitt var að anna líkflutningum og koma varð upp bráðabirgða líkhúsum. Brugðið var á það ráð að jarðsetja fólk í fjöldagrafreitum 20. nóvember í Hólavallagarði við Suðurgötu og hvíla sumir enn í ómerktum gröfum.

Deilibílaþjónusta í Reykjavík

Zipcar deilibílaþjónusta var kynnt í Háskólanum í Reykjavík í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri prufukeyrði einn af tveimur Zipcar bílum sem verða staðsettir við háskólann og nýtist hverjum þeim sem eru meðlimir í kerfinu.

Reykjavík er fyrsta borgin á Norðurlöndum þar sem boðið er upp á þjónustu Zipcar.  Deilibílaþjónusta er nýjung í ferðamáta innan höfuðborgarsvæðisins þar sem notendur deila bílum í stað þess að eiga sjálfir bíl, eða til að bæta við akstursþörfina án þess að bæta við bíl númer tvö.

Hug­mynd­in geng­ur út á að not­end­ur geti nálg­ast bíla til að nýta í stutt­ar ferðir og geta meðlim­ir Zipcar bókað bíl eft­ir þörf­um með appi all­an sól­ar­hring­inn. Bíll­inn er bókaður með Zipcar-app­inu og skilað aft­ur á sama stæðið þegar notk­un lýk­ur.

Borgarfulltrúum fjölgar á næsta kjörtímabili

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum.

Afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa, sem var frestað á fundi borgarstjórnar í sumar, þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa úr 23 í 15, sem er núverandi fjöldi borgarfulltrúa.

Málið var tekið á dagskrá borgarstjórnar í dag í ljósi atburða síðustu daga, þar sem ríkisstjórnin hefur beðist lausnar, starfsstjórn er við völd og dagskrá og verkefni Alþingis næstu vikur í uppnámi. Jafnframt kom fram í fréttum í síðustu viku að ekki var full samstaða um málið í þingflokkum þáverandi stjórnarflokka á Alþingi.

Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 4.

Reykjavíkurborg styrkir björgunarsveitir í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík hafa undirritað styrktarsamning. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samningurinn er til þriggja ára og mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 10 milljónir árlega til að styðja við rekstur á samningstímanum. Samtals nemur styrk fjárhæðin 30 milljónum króna og er hún greidd óskipt til styrkþega og skulu þeir sjá um að skipta styrknum á milli sín skv. sérstöku samkomulagi þar um.

Björgunarsveitirnar hafa sér þjálfaðan mannskap í rústabjörgun, fjallabjörgun, köfun og fyrstu hjálp. Um er að ræða sjálfboðaliða sem eru þaulvanir að takast á við hvern þann vanda sem upp kann að koma

Varað við snjóhengjum og grýlukertum

Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks á höfuðborgarsvæðinu að huga að grýlukertum og snjóhengjum er lafa fram af húsþökum en af þeim getur stafað mikil hætta. Tilmælunum er ekki síst beint til verslunar- og/eða húseigenda á stöðum þar sem mikið er um gangandi vegfarendur. Þetta á m.a. við um Laugaveg og nærliggjandi götur í miðborginni. Mælst er til þess að fólk kanni með hús sín og grípi til viðeigandi ráðstafana áður en slys hlýst af.

Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Um er að ræða þróunarverkefni til tveggja ára (2017-2019). Starfsemin mun verða rekin á dagvinnutíma frá 9:00 til 17:00 og í húsnæði Reykjavíkurborgar í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.

Verkefnið er að hluta til byggt á erlendri fyrirmynd þar sem meginmarkmiðið er að brotaþolar fái, á einum stað, þá þjónustu sem á þarf að halda í kjölfar ofbeldis. Starfshópurinn sem stóð að stofnun miðstöðvarinnar og borgarstjóri, ráðherrar og lögreglustjóri fengu öll bjarkarhríslu að gjöf frá Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur verkefnastjóra Bjarkarhlíðar í tilefni opnunarinnar. Ragna Björg sagði að stofnun miðstöðvarinnar hefði tekist með góðri samvinnu allra aðila og nú væri hægt að fara að vinna af fullum krafti að því mikilvæga starfi sem miðstöðin á að sinna.

Starfsemin í Bjarkarhlíð, mun felast í samhæfðri þjónustu og ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga sem beittir hafa verið ofbeldi s.s. kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum eða eru brotaþolar í mansalsmálum og/eða vændi. Veitt verður fræðsla og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk námskeiða um birtingamyndir ofbeldis og afleiðingar þess, þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.

Bjarkarhlíð hóf að kynna starfsemi sína í febrúar sl. fyrir samstarfsaðilum og öðrum stofnunum sem vinna með afleiðingar ofbeldis. Nú þegar hafa 9 mál komið á borð Bjarkarhlíðar og segir verkefnastjórinn Ragna Björg Guðbrandsdóttir að það sýni og sanni að þörf er á slíkri þjónustu. Það sem einkennir helst þau mál sem komið hafa er að ekki er um eitt afmarkað atvik að ræða heldur langvarandi og oft endurtekin saga um ofbeldi.

Framlag samstarfsaðila verður með ýmsum hætti en Reykjavíkurborg leggur til húsnæði, búnað og stendur straum af rekstrarkostnaði hússins. Velferðarráðuneytið ábyrgist ákveðið fjármagn til rekstrarins, 10 m.kr. á árinu 2016 og 20 m.kr. á hvoru ári árin 2017 og 2018. Vinnuframlag og viðvera verður frá Stígamótum, Drekaslóð, Kvennaathvarfi, Kvennaráðgjöf og Mannréttindaskrifstofu Íslands Auk þess sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitir upplýsingar um meðferð mála í réttarvörslukerfinu og kemur að mati á öryggi þolenda.

Gert er ráð fyrir að fleiri samstarfsaðilar verði hluti af starfseminni með tímanum.

Fyrirtæki í Reykjavík flokka og skila

Reykvískum heimilum hefur verið gert að flokka ákveðna úrgangsflokka frá blönduðum úrgangi og skila í endurvinnslu og aðra móttöku. Nú hefur Reykjavíkurborg samþykkt að fyrirtækjum sé einnig skylt að flokka og skila til endurvinnslu og endurnýtingar eins og heimili gera.

Þetta kemur til framkvæmda frá og með mánudaginum 13. febrúar. Þessar breytingar voru innleiddar í gegnum endurskoðaða Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík sem borgarstjórn samþykkti í desember.

Greiningar SORPU benda til að hlutfall pappírs í blönduðum úrgangi sé meira frá fyrirtækjum en heimilum. En 110 þúsund tonn voru urðuð í Álfsnesi árið 2016. Þarf af voru 60% frá fyrirtækjum eða 66 þúsund tonn.

Þó hefur hlutur pappírs í gráu tunnunni undir blandaðan úrgang aukist lítið eitt frá því það var lægst árið 2014 eða 8% en er nú 13%. Eftir að íbúum var gert skylt að flokka pappír frá öðrum úrgangi jókst endurvinnsla pappírs stórlega eða úr 32% í gráu tunninni í einungis 8% á skömmum tíma. Vonir standa til að það sama gerist hjá fyrirtækjum.

Mörg fyrirtæki standa sig nú þegar afar vel og eru með umhverfisstefnu og skila nær engu til urðunar og endurvinna nánast allt sem til fellur.

Reykjavíkurborg hefur sett sér metnaðarfull markmið um flokkun og skil til endurvinnslu í aðgerðaáætlun um meðhöndlun úrgangs og í Aðalskipulagi.  Svo þetta geti orðið að veruleika þurfa allir að taka þátt, bæði íbúar og fyrirtæki.

Samstarfssamningur um viðhald gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins

Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Garðabær hafa undirritað samstarfssamning um undirbúning nauðsynlegs átaks í viðhaldi og endurbótum gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins.

Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar undirrituðu samninginn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Samstarfið felur meðal annars í sér :

Sameiginlegt mat á ástandi, viðhaldsþörf og endurbótaþörf
Unnið verði sameiginlegt mat á þörf við viðgerðir, viðhald og endurbætur á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkurborgar og Garðabæjar sérstaklega eftir erfiða vetur og sparnað síðustu ára. Jafnframt verði lagt mat á hlut slits vegna aukningar umferðar, vaxandi ferðaþjónustu (bílaleigubílar og rútur), notkunar nagladekkja, veðurfars og annarra atriða.

Áætlun um viðhald og endurbætur
Lagt verði mat á kostnað við átakið og nauðsynlegar framkvæmdir.
Unnin verði sameiginleg viðhalds- og endurbótaáætlun fyrir vega- og gatnakerfi Reykjavíkurborgar og Garðabæjar  með það að markmiði að tryggja viðundandi þjónustustig.

Fjármögnun
Vegagerðin mun miða við að fjárheimildir til viðhalds á þeim hluta gatnakerfisins, sem hún ber ábyrgð á, verði í samræmi við niðurstöður matsins en endanlegt umfang á hverju ári mun ráðast af heildar fjárveitingum stofnunarinnar til viðhalds vega á hverjum tíma. Reykjavíkurborg og Garðabær munu með sama hætti nýta fjármuni til viðgerða, viðhalds og endurbóta og gera tillögur um nauðsynlegar fjárveitingar  til verkefnisins til næstu ára.

Rannsóknir
Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Garðabær dragi svo saman þær rannsóknir sem fyrir liggja um gatnagerð, malbikslagnir og væntan endingartíma. Sérstaklega verði hugað að umhverfissjónarmiðum og mögulegri endurnýtingu malbiks. Greindar verði ástæður versnandi ástands, skemmda og holumyndunar í gatnakerfinu og gerðar tillögur að frekari rannsóknum þar sem þekkingu skortir.

Fjórum vespum stolið í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þjófnaði á bensín- og rafmagnsvespum, en fjórum slíkum var stolið í Kópavogi í gær. Einni var stolið af lóð Kárnesskóla um tíuleytið í gærmorgun og annarri utan við Menntaskólann í Kópavogi á tímabilinu frá kl. 8.15 – 10.20. Báðum vespunum var læst með keðju sem þjófurinn, eða þjófarnir, klippti í sundur. Jafnframt var klippt á keðju á annarri vespu við Kársnesskóla, en vespan var ekki tekin. Síðdegis var svo tveimur öðrum vespum stolið utan við íþróttahúsið í Digranesi, en önnur þeirra var læst við staur sem þar er. Þetta mun hafa gerst á tímabilinu frá kl. 16.30 – 19.30.

Lögreglan biður þá sem geta varpað ljósi á þjófnaðina að hafa samband, en upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gunnarh@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins eða í síma lögreglunnar 444 1000.

Eftirlit með akstri ferðamanna

Í vikunni fór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að Skarfabakka ásamt starfsmönnum skatt- og tollstjóra en ætlunin var að hafa eftirlit með atvinnuréttindum, ökuréttindum og tilskildum starfsleyfum vegna ábendinga um brot í þeim geira.

Skemmst er frá því að segja að það sem sneri að lögreglu var í lagi og engin brot voru kærð.  Starfsmenn Ríkisskattsjóra voru með í för og könnuðu með svarta atvinnustarfsemi og mál tengdum skilum á vinnunótum.

Alls voru 64 bílstjórar stöðvaðir og athugað með réttindi þeirra. Almennt var gerður góður rómur með þessa aðgerð og samvinnu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og Ríkisskattstjóra. Á myndinni sem fylgir með má sjá þá lögreglumenn úr Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í verkefninu.

IMG_0977

 

Hraðakstur í Grafarholti

Lögreglan myndaði 77  brot ökumanna á Reynisvatnsvegi í Reykjavík þann 6. maí síðastliðinn. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reynisvatnsveg í austurátt, að Jónsgeisla.  Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 293 ökutæki þessa akstursleið og því ók rúmlega fjórðungur ökumanna, eða 26%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 63 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 77.

Vöktun lögreglunnar á Reynisvatnsvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

Hagkvæmnisathugun uppbyggingu Laugardalsvallar

KSÍ gerði í vikunni samkomulag við Lagardére sports og Borgarbrag um hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar.  Samkvæmt samkomulaginu, sem kynnt var á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ, er gert ráð fyrir að aðilar skili KSÍ skýrslu í lok ágúst 2016.

Síðastliðið haust vann ráðgjafafyrirtækið Borgarbragur for-hagkvæmnisathugun, sem m.a. var kynnt á ársþingi KSÍ, og í kjölfarið hefur KSÍ ákveðið að fara í formlega hagkvæmnisathugum með Borgarbrag og Lagardére Sports.

Lagardére Sports hefur víðtæka reynslu á þessu sviði og hefur fyrirtækið starfað að mörgum verkefnum af mismunandi stærðargráðum víðs vegar um heiminn.  Á meðal verkefna fyrirtækisins má nefna 7 af þeim 9 leikvöngum sem leikið verður á í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi í sumar.

Staekkun-L-vallar-20-april-2016

Viltu reka hjólaleigu í Reykjavík?

Reykjavíkurborg auglýsir eftir hugmyndum að rekstri á hjólaleigum í Reykjavík. Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa í forvali eftir áhugasömum aðilum til að koma á fót og reka hjólaleigu í Reykjavík.  Aðkoma borgarinnar verður fyrst og fremst fólgin í að skapa aðstöðu og leggja til borgarland, en sérhæfðum aðilum látið eftir að sjá um uppsetningu og allan rekstur.

Tilgangur hjólaleiga er að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna og styðja þannig við markmið um vistvænar samgöngur. Þjónustan mun gagnast almennum borgurum, innlendum og erlendum ferðamönnum og starfsmönnum fyrirtækja.
Þeir sem vilja taka þátt í forvali og koma til greina sem þátttakendur í mögulegu útboði eru beðnir um að senda tölvupóst á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sea@reykjavik.is í síðasta lagi 8. apríl.
Auk upplýsinga um þátttakanda, hvort heldur einstakling eða lögaðila, er óskað eftir lýsingu á hvernig viðkomandi sér reksturinn fyrir sér.
Sérstaklega er óskað eftir lýsingu á eftirfarandi þáttum:
 • Hugmyndir um fjölda hjóla og leigustöðva
 • Lýsing á tæknilegum lausnum sem boðið er upp á.
 • Hugmyndum að staðsetning stöðva á borgarlandi, ef það er hluti af hugmyndinni.

Nánari upplýsingar: Hugmyndaleit – forval: Hjólaleiga í Reykjavík

Opinn fundur um inntöku nýnema í framhaldsskóla

SAMFOK býður 10. bekkingum á höfuðborgarsvæðinu og foreldrum þeirra til fundar um inntöku nýnema í framhaldsskóla í haust. Fulltrúar allra framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu hafa tilkynnt þátttöku í pallborði svo hér er einstakt tækifæri til að ræða málin og spyrja um það sem á ykkur brennur. Fundurinn verður í Menntaskólanum í Hamrahlíð fimmtudaginn 31. mars. kl. 19.30-22.00

Fundarstjóri verður Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í Garðaskóla. Flutt verða stutt erindi og síðan verður gefinn rúmur tími til umræðna, fulltrúar allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað komu sína í pallborð.

Dagskrá:
Ávarp: Birgitta Bára Hassenstein formaður SAMFOK
Erindi: Birta Björg Heiðarsdóttir, Guðjón Þór Jósefsson
og Þórdís Dóra Jakobsdóttir nemendur í Laugalækjarskóla
Oddný Hafberg aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
Lárus H Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahl
Kristrún Birgisdóttir sérfræðingur á Menntamálastofnun

Kaffihlé og pallborðsumræður:
Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar
Birta Björg Heiðarsdóttir, Guðjón Þór Jósefsson og
Þórdís Dóra Jakobsdóttir nemendur í Laugalækjarskóla
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti
Helene H Pedersen, áfangastjóri bóknáms í Menntaskólanum í Kópavogi
Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla
Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands
Jón Eggert Bragason, skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ
Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur á Menntamálastofnun
Lárus H Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla
Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík
Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri Flensborgarskóla
Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari Tækniskólans í Reykjavík

Ertu-kár-SMAFOK_plakat-25x412cm_framh-sk_03-4

Hendum flugeldum í ruslið

Flugeldaleifar eru víða um borgina og eru íbúar og gestir hvattir til að henda þeim í ruslið svo þær grotni ekki niður þar sem skotið var upp í görðum, á götum eða opnum svæðum.

Megnið af flugeldaleifunum er plast, pappi, tré og leir, sem óhætt er að setja í almennt rusl.  Stærri kökur eru mögulega of fyrirferðarmiklar í heimilstunnunni og þær er hægt að fara með á endurvinnslustöðvar. Þeir sem skutu upp ættu að fara létt með að ganga frá eftir sig. Aðeins lítill hluti af hverjum skoteldi er púður, en ósprungnir skoteldar eiga af fara í spilliefnagáma á endurvinnslustöðvum Sorpu.
Starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar hafa hreinsað upp við Hallgrímskirkju, á Landakotstúni og fleiri stöðum, en biðla til íbúa að taka ruslið í húsagötum og annars staðar þar sem skotið var upp.

Þrettándahátíðum frestað

Þeir sem standa fyrir þrettándabrennum í Reykjavík hafa ákveðið að fresta þeim til næstu helgar vegna veðurs. Dagskrá og aðrar tímasetningar eru óbreyttar.

Þrettándahátíð Vesturbæjar

Þrettándahátíð Vesturbæjar verður á laugardag 9. janúar kl. 18.00 við KR-heimilið með þeirri dagskrá sem áður var auglýst.
 • 18.00 Mæting við KR – heimilið
 • 18.30 Gengið niður að Ægisíðu
 • 18.30 Kveikt í brennu
 • 18.45 Flugeldasýning í samstarfi við KR- flugelda.

Þrettándagleði Grafarvogsbúa

Árlegri Þrettándagleði Grafarvogsbúa er frestað til laugardags 9. janúar og hefst hún kl. 17.15 við Hlöðuna hjá Gufunesbænum.
 • 17:15  Kakó– og kyndlasala í Hlöðunni. Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög
 • 17:50  Blysför frá Hlöðunni
 • 18:00  Kveikt í brennu, skemmtun á sviði
 • 18:30  Þrettándagleði lýkur með skot kökusýningu í boði frístundamiðstöðvar Gufunesbæjar

Þrettándabrenna í Grafarholti

Þrettándagleðin í Grafarholti verður einnig haldin laugardaginn 9. janúar og verður safnast  saman við Guðríðarkirkju upp úr klukkan 18:15
 • 18.15 Safnast saman við Guðríðarkirkju. Kyndlasala.
 • 18.45 Lagt af stað í skrúðgöngu niður í Leirdal
 • 19.15 Kveikt í brennunni  í Leirdal.  Jólasveinarnir mæta á svæðið og syngja með.  Veitingasala í Leirdalnum þar sem fólk getur fengið sér hressingu eftir gönguna.
 • 20.00 Flugeldasýning

Reykjavíkurborg tekur við Hlemmi

Reykjavíkurborg tók við rekstri á Hlemmi um áramótin og verður Hlemmur áfram opinn fyrir farþega strætó.  Matarmarkaður verður opnaður á Hlemmi næsta sumar og er undirbúningur í gangi. Farþegar strætó munu eins og aðrir njóta góðs af fjölbreyttri og nýrri þjónustu. Fjöldi aðila mun bjóða upp á mat sem hægt verður að neyta á staðnum eða taka með sér.
Búist er við að verklegar framkvæmdir til að undirbúa aðstöðu fyrir matarmarkaðinn hefjist í apríl og verða þær kynntar betur þegar nær dregur. Meðan framkvæmdir standa yfir verður hugað að aðstöðu fyrir farþega sem bíða.
Strætó sagði upp leigu sinni á Hlemmi og flytur farmiðasölu sína í verslun 10/11 að Laugavegi 116.
Hlemmur verður opinn mánudaga – föstudaga frá kl. 7.00 – 18.00, laugardaga 7.30 – 16.00 og sunnudaga kl. 9.30 – 16.00.

Markvisst útinám í Gufunesbæ

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að skipa starfshóp til að móta heildstæða stefnu um markmið og hlutverk Gufunesbæjar sem miðstöðvar útivistar og útináms fyrir börn og unglinga úr öllum hverfum.

Starfshópurinn á m.a. að skilgreina þjónustustig og þörf fyrir uppbyggingu fjölnota útivistarsvæðis, húsnæðis og aðstöðu. Sérstaklega skal hópurinn líta til hlutverks frístundamiðstöðvarinnar í Gufunesi sem þekkingarmiðstöðvar um útinám og útivist og hvernig efla megi fræðslu fyrir leikskóla, grunnskóla og í frístundastarfi í öllum hverfum borgarinnar, svo og í samstarfi við Náttúruskóla Reykjavíkur. Leiðarljós starfshópsins á að vera að styrkja stöðu Gufunesbæjar sem valkost fyrir alla aldurshópa til að stunda fjölbreytta útivist og frístundaiðkun, árið um kring.

Í greinargerð með tillögunni segir að frá því að Frístundamiðstöðin Gufunesbær hafi verið stofnuð haustið 1998 hafi verið lögð áhersla á að nýta svæðið til útivistar og skoða möguleika á uppbyggingu í því sambandi. Töluverð uppbygging hafi átt sér stað síðan, m.a. með endurbyggingu gamla bæjarins og hlöðunnar. Lega og aðstæður við Gufunesbæ bjóði upp á fjölmörg tækifæri til uppbyggingar enda sé staðsetningin eins konar sveit í borg. Þá hafi fjöldi heimsókna ýmissa hópa á svæðið aukist ár frá ári en aukin ásókn kalli á endurskipulagningu á þjónustu og aðstöðu.
Í greinargerð er jafnframt tilgreint að útinám sé árangursrík leið til að mæta markmiðum um menntun til sjálfbærni en sjálfbærni er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Menntun til sjálfbærni er þar að auki einn af níu áhersluþáttum í umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Loks segir að á útivistarsvæði Gufunesbæjar gefist gott tækifæri til að efla lýðheilsu borgarbúa með hreyfingu, virkri þátttöku og útivist. Uppbygging á slíku svæði styðji við samning Reykjavíkurborgar og embættis Landlæknis um heilsueflandi starfsemi á vegum skóla- og frístundasviðs. Fyrir liggja ýmsar hugmyndir um uppbyggingu svæðisins og verður það hlutverk starfshópsins að rýna þær og nýta eftir föngum í þeirri vinnu sem framundan er.

Lokanir á vegum vegna óveðurs

Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur nánast öllum fjallvegum á landinu verið lokað. Vegir á Reykjanesi og flestir vegir á Suðurlandi eru einnig lokaðir og það sama má segja um Kjalarnes, Hafnarfjall og  Snæfellsnes. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir.  Vegirnir um Súðavíkurhlíð, Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Einnig er lokað með suðausturströndinni frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun.

Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka á nokkrum leiðum á Suðurlandi og í Ísafjarðardjúpi.

Reykjavík Bacon festival í dag

Matar- og fjölskylduhátíðin Reykjavík Bacon Festival verður haldin í dag 15. ágúst.  Sérvaldir veitingastaðir munu bjóða upp á fyrsta flokks beikoninnblásna rétti í bland við besta mögulega hráefni, – m.a. ferskan íslenskan fisk, svína-, lamba- og nautakjöt, mjólkurvörur og íslenskt grænmeti. Það verða ýmsar uppákomur, hljómsveitir, kórar, lúðrasveitir, hoppukastalar. Lukkutröllið Ófeigur mætir að sjálfsögðu á Skólavörðustíginn. Hátíðin hefst kl. 14:00 og stendur til 17:00.

350 íbúðir geta risið við Öskjuhlíð

Allt að 350 litlar og meðalstórar íbúðir munu rísa við rætur Öskjuhlíðar samkvæmt breyttri deiliskipulagstillögu Kanon arkitekta, sem borgarráð hefur samþykkt að setja í auglýsingu. Með uppbyggingu byggðar á þessum stað hyggst Háskólinn í Reykjavík styrkja baklandið fyrir fjölþætta starfsemi þekkingarsamfélags og framtíðaruppbyggingu háskólans á svæði við Nauthólsveg.

Með deiliskipulaginu er afmörkuð ein ný lóð, sem verður samtals um 3.2 ha að stærð. Á svæðinu verður heimilt að byggja allt að 350 íbúðir og er miðað við frekar litlar íbúðir en einnig einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu. Það er Háskólinn í Reykjavík sem mun standa fyrir uppbyggingunni á þessum frábæra stað í grennd við skólann. Byggðin verður almennt  tvær til fjórar hæðir en ein hæð syðst. Á jarðhæð íbúðarhúsa meðfram Nauthólsvegi er gert ráð fyrir möguleika á verslun og þjónustu.  Hægt verður að hafa kjallara undir byggingum. Þá munu inngarðar prýða svæðið.

Íbúðirnar eru ætlaðar til leigu og tímabundinnar búsetu fyrir nemendur og starfsfók fyrirtækjanna sem starfa hjá HR og þekkingarfyrirtækjum  í nágrenninu.  Syðst á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir dagvöruverslun í þjónustuhúsnæði og leikskóla.

Í deiliskipulaginu er áhersla lögð á vistvænar samgöngur í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 og verður fjölda bílastæða breytt frá núgildandi deiliskipulagi í samræmi við það.

Heimild: reykjavik.is

Umhverfisvæn eyðing gróðurs

Vegagerðin og Reykjavíkurborg vinna nú í sameiningu að tilraunum með umhverfisvæna gróðureyðingu. Mikilvægt er fyrir veghaldara að geta eytt gróðri sem getur hvorttveggja eyðilagt vegi og hindrað sýn. Í umferðaröryggislegu tilliti er það nauðsynlegt. Sláttur og eyðing með eitri hafa verið aðferðirnar hingað til. En nú er gerðar tilraunir með aðferð frá NCC Roads sem er algerlega umhverfisvæn. Kallast Spuma en hefur verið þýtt af Reykjavík sem Góði eyðirinn.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar hafa sótt námskeið í notkun búnaðarins síðustu daga hjá Stig Nielsen sérfræðingi hjá NCC Roads sem starfar á Norðurlöndum, en fyrirtækið  framleiðir og selur Spuma. Heitið Spuma er komið úr latínu og þýðir froða.
Eyðing gróðursins byggir á hita en unnið er með 95 – 98 gráðu heitt vatn, ekki ósvipað þeirri aðferð að sem margir nota heima í sínum garði þegar þeir sjóða vatn og hella yfir óæskilegar plöntur. Eftir því sem hitinn er meiri og varir lengur nær eyðingarmátturinn neðar í rótina. Til að halda hitanum lengur á plöntunum kemur froðan yfir til einangrunar, en hún er búin til úr afurðum maíss og kókospálma.  Þessi aðferð hefur verið notuð í 10 ár í Danmörku með góðum árangri, efnin eru umhverfisvæn og hafa fengið jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar.
Enginn hætta er af froðunni og hún skemmir ekki skó, eða lakk eða hjólbarða eða reiðhjól. Óhætt er meira að segja að bragða á froðunni svo sem menn hafa gert í þessum tilraunum, jafnt þeir sem eru að læra aðferðina sem og forvitnir vegfarendur.
Texti: vegag.is

Smáþjóðaleikarnir haldnir í Reykjavík í sumar

Smáþjóðaleikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík og eins og nafnið bendir til er um að ræða íþróttakeppni með þátttöku smáþjóða í Evrópu. Fyrstu leikarnir voru haldnir í San Marínó árið 1985 og voru 25 íslenskir þátttakendur á þeim en þeir verða um 200 á leikunum næsta sumar.

Níu þjóðir taka þátt í Smáþjóðaleikunum: Ísland, San Marínó, Andorra, Mónakó, Malta, Liechtenstein, Kýpur, Svartfjallaland og Lúxemborg. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi, júdó, skotfimi, tennis, borðtennis, körfuknattleik, blaki, áhaldafimleikum og golfi. Gert er ráð fyrir að um 1200 sjálfboðaliða þurfi til að starfa á leikunum.

IMG_7594

Háskólinn fær Loftskeytastöðina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður undirrituðu í vikunni samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota.

Með gjafasamningi og afsali gaf Landssími Íslands ríkissjóði Loftskeytastöðina. Húsið var síðan afhent Þjóðminjasafni Íslands 1. mars 2005 til umráða og umsýslu og skyldi safnið frá þeim tíma sjá um rekstur og ráðstöfun þess samkvæmt nánara samkomulagi við Háskóla Íslands. Árið 2013 varð Þjóðminjasafnið háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag og um þessar mundir er stefnt að undirritun samstarfssamnings milli Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnsins.

Við undirritun samningsins tekur Háskóli Íslands við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingarsögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina.

Loftskeytastöðin var byggð árið 1915 og er með árinu 2015 friðuð á grundvelli laga um menningarminjar. Samkvæmt samningnum mun Háskóli Íslands sjá til þess að saga hússins á sviði fjarskipta verði þar sýnileg.

Þetta kemur fram á vef Forsætisráðuneytis.

loftskeytastodin

Stytta Einars Benediktssonar flutt að Höfða

Til stendur að færa styttuna af Einari Benediktssyni frá Klambratúni til Höfða, en styttan er eftir Ásmund Sveinsson.

Föstudaginn 31. október síðastliðinn voru liðin 150 ár frá fæðingu Einars Benediktssonar ljóðskálds. Einar átti merkan lífsferil, var ævintýramaður og sennilega hvað víðförlastur sinna samtíðarmanna og dvaldi langdvölum erlendis. Hann var virt skáld og gaf út fimm ljóðabækur. Hann gaf út fyrsta dagblaðið á Íslandi, Dagskrá, og var ritstjóri blaðsins. Hann var eldhugi með sterka félagslega samkennd og vildi lyfta þjóð sinni til mennta og betri vegar.

einar_ben_stytta_bb_2

 

185 íbúðir byggðar í öðrum áfanga Bryggjuhverfis

185 íbúðir verða byggðar í öðrum áfanga Bryggjuhverfis við Tanga- og Naustabryggju en borgarráð hefur ákveðið að setja deiliskipulag fyrir reitinn í auglýsingu.

Borgarráð hefur samþykkt að setja breytt deiliskipulag fyrir annan áfanga Bryggjuhverfis í auglýsingu. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi fyrir Tangabryggju og Naustabryggju munu 185 íbúðir rísa á reitnum. Íbúðir á reitnum verða aðeins fleiri og smærri en áætlað var í fyrra deiliskipulagi frá 2010.

Stjórn Faxaflóahafna  hefur ákveðið að gefa fyrirtækinu Björgun tvö ár til að rýma athafnasvæði sitt við Sævarhöfða en lóðarleigusamningur fyrirtækisins rann út árið 2009. Þegar  starfsemi Björgunar hverfur af svæðinu verður unnt að hefjast handa við uppbyggingu þriðja áfanga svæðisins. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur munu um 3.600 íbúðir rísa við Elliðavog og er áframhaldandi uppbygging Bryggjuhverfisins hluti af því.

20 farsímum stolið á skemmtistöðum um síðustu helgi

Hátt í tuttugu farsímum var stolið af gestum skemmtistaða í miðborginni um síðustu helgi, og því vill lögreglan ítreka þau varnaðarorð sín til gesta á skemmtistöðum að vera alveg sérstaklega á varðbergi hvað þetta snertir. Fólk er jafnframt hvatt til hafa handtöskur lokaðar og geyma ekki síma sína á borðum eða glámbekk þar sem óprúttnir aðilar geta nálgast þá. Lögreglan hvetur einnig veitingamenn til að halda vöku sinni, gera viðeigandi ráðstafanir ef grunur vaknar um óvandaða aðila á ferð og stuðla þannig að fækkun þessara þjófnaða. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Lögreglunnar.

Í áðurnefndum málum um síðustu helgi voru það allt konur, sem urðu fyrir barðinu á farsímaþjófum, en hvort um tilviljun var að ræða skal ósagt látið. Farsímaþjófnuðum hefur annars fækkað í miðborg Reykjavíkur á þessu ári í samanburði við sama tímabil árið 2013. Á síðasta ári hafði farsímaþjófnuðum hins vegar fjölgað mjög mikið í miðborginni frá árinu 2010, eða úr 88 í 384 árið 2013. Margir þessara þjófnaða áttu sér stað á skemmtistöðum í miðborginni, en það sem af er árinu 2014 hafa lögreglu borist rúmlega 200 tilkynningar um farsímaþjófnaði á þessu svæði. Áfram stefnir því í fækkun þessara brota á milli ára, en farsímaþjófnaðir síðustu helgar sýna hins vegar að fólk verður stöðugt að halda vöku sinni.

Hvað verður um hina stolnu farsíma, sem og annað þýfi yfirleitt, er svo annað mál, en ætla má að þeir séu m.a. seldir á netinu og því ættu kaupendur varnings á þeim vettvangi að hafa varan á. Þótt mörgum finnist erfitt að ganga úr skugga um að hlutur sé ekki illa fengin er samt ýmislegt hægt að gera. Biðja má um kvittun frá upphaflegum kaupum, t.d. með þeim formerkjum að kanna hvort hluturinn sé í ábyrgð. Ef keypt eru notuð raftæki skal athugað hvort réttir fylgihlutir séu sannarlega til staðar, þ.e. snúrur, leiðbeiningarbæklingar, hleðslutæki o.s.frv

Jazzhátíð í Reykjavík

Jazzhátíð Reykjavíkur hófst 14. ágúst og stendur til 20. ágúst. Hún er nú haldin í 25. sinn og er með veglegra móti í ár til að fagna tímamótunum. Fjölmargir íslenskir og erlendir tónlistamenn taka þátt í hátíðinni í ár. Allir viðburðir fara fram í Hörpu. Jazzhátíð hófst með skrúðgöngu niður Laugaveginn að Hörpu þar sem setningarathöfnin fór formlega fram.

Alla dagskránna má sjá hér.

331x157_upplysingaskjar1

Garðaganga í Laugardal

Sunnudaginn 10. ágúst verður boðið upp á garðagöngu um Laugardal og Laugarás. Gangan er skipulögð í samstarfi Grasagarðs Reykjavíkur, Garðyrkjufélags Íslands og Íbúasamtaka Laugardals. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Kaffisopi og spjall í lok göngu. Mæting við aðalinngang Grasagarðs kl. 10.

Frá Grasagarðinum verður gengið í gegnum skrúð-, rósa- og aldingarðana í Laugardal. Þaðan verður rölt eftir Sunnuvegi upp á Laugarásveg þar sem einkagarður Bryndísar Jónsdóttur verður skoðaður. Bryndís og eiginmaður hennar, Snæbjörn Jónasson heitinn, ræktuðu garðinn upp af alúð og þar má þar finna ýmsar fágætar plöntur meðal annars úrval lyngrósa, sígræna runna, tré og annan áhugaverðan gróður.

Frá Laugarásvegi liggur leiðin upp á holtið við Áskirkju þar sem holta- og garðagróður dafnar vel. Af holtinu er gott útsýni yfir gróskumikinn Laugardalinn. Eftir stutt stopp verður gengið eftir Vesturbrún og niður að einkagarði Ragnhildar Þórarinsdóttur og Bergs Benediktssonar við Brúnaveg. Garðurinn þeirra umlykur Gamla pósthúsið, sem er eitt af sögufrægum húsum Reykjavíkur og hefur komið víða við í borginni. Garðurinn er ævintýralega skemmtilegur með einstöku evrópulerki, fjölda gamalla og nýrra trjáa og úrvali fjölæringa.