Veittar voru viðurkenningar úr friðarsjónum LennonOno Grant For Peace við hátíðlega athöfn í Hörpu í liðinni viku.
Hin heimsþekkta listakona og friðarsinni Yoko Ono afhenti verðlaunin en þau eru veitt annað hvert ár til einstaklinga eða félagasamtaka sem hafa stuðlað að friði í starfi sínu.
LennonOno-friðarsjóðurinn var settur á fót árið 2002 til þess að heiðra framlag John Lennons heitins til heimsfriðar og mannréttindabaráttu. Að þessu sinni veitti Yoko Ono fimm einstaklingum viðurkenningu, en þau hafa sýnt hugrekki og helgað sig friði, sannleika og mannréttindum.
LennonOno Grant For Peace 2014:
JANN WENNER – Stofnandi tímaritsins ROLLING STONE MAGAZINE og stjórnarformaður Wenner Media.
JEREMY GILLEY – Stofnandi samtakanna Peace One Day.
DOREEN REMEN AND YVONNE FORCE VILLAREAL/ART PRODUCTION FUND – Verkefni sem miðar að því að auka listvitund almennings með því að færa nútímalist í opinber rými.
JÓN GNARR – Stjórnmálamaður og fyrrverandi borgartjóri Reykjavíkur.
Hver og einn hlaut styrk úr sjóðnum sem renna á til góðgerðarmála. Jón Gnarr ánafnaði Kvennaathvarfinu sínum styrk.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar