Category Archives: Menning

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, í Gamla bíói í Reykjavík og hlaut þau að þessu sinni Jón G. Friðjónsson prófessor. Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði við Háskóla Íslands um áratuga skeið og verið meðal brautryðjenda í kennslu íslensku sem annars máls við skólann. Verðlaun Jónasar eru árlega veitt þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Þessi hafa hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar:

 1. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og grunnskólakennari, 1996
 2. Gísli Jónsson menntaskólakennari, 1997
 3. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, 1998
 4. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, 1999
 5. Magnús Þór Jónsson, Megas, 2000
 6. Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, 2001
 7. Jón Böðvarsson, 2002
 8. Jón S. Guðmundsson, 2003
 9. Silja Aðalsteinsdóttir, 2004
 10. Guðrún Helgadóttir, 2005
 11. Njörður P. Njarðvík, 2006
 12. Sigurbjörn Einarsson, 2007
 13. Herdís Egilsdóttir, kennari, 2008
 14. Þorsteinn frá Hamri, rithöfundur og skáld, 2009
 15. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna í tungumálum, fyrrverandi forseti Íslands og leikhússtjóri, 2010
 16. Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, 2011
 17. Hannes Pétursson rithöfundur, 2012
 18. Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður, 2013
 19. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur 2014
 20. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur 2015
 21. Sigurður Pálsson skáld 2016
 22. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, 2017
 23. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, 2018

Hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2019

Sérstök hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins verður í boði í samstarfi við Reykjavíkurborg og Alþingi á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2019.

Hátíðardagskráin hefst á Austurvelli klukkan 11:00 þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Því næst flytur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarp og að því loknu flytur Fjallkonan ljóð.

Þingfundur ungmenna á Alþingi hefst að lokinni athöfn á Austurvelli og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Markmiðið með þingfundinum er að gefa ungu fólki tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar og kynnast um leið störfum Alþingis.

Þá verða Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun opin almenningi frá klukkan 14:00 til 18:00. Í Stjórnarráðinu og á Alþingi verður lögð áhersla á að sýna húsakynni og sýnt verður myndband um Stjórnarráðið. Í Hæstarétti verður leiðsögn á hálftíma fresti yfir daginn þar sem gestir verða fræddir um sögu, húsnæði og starfsemi réttarins en Hæstiréttur verður 100 ára á næsta ári. Héraðsdómur Reykjavíkur, í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, standa fyrir sýndarréttarhöldum. Í Seðlabanka Íslands verður m.a. til sýnis gullstöng og sýning á munum tengdum Halldóri Kiljan Laxness sem Seðlabankanum hefur verið falið að varðveita og þ. á m. eru sjálf Nóbelsverðlaunin. Einnig verður sýnt úrval málverka í eigu Seðlabankans. Hafrannsóknastofnun verður með fiska til sýnis í 10 körum við Sjávarútvegshúsið, upplýsingasetur á jarðhæð hússins verður opið og starfsemi stofnunarinnar verður kynnt á myndböndum í bíósal.

Ókeypis aðgangur verður að Þjóðminjasafninu frá klukkan 10:00 til 17:00. Mennta- og menningarmálaráðherra, opnar Stofu, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í safninu. Milli klukkan 14 og 16 verða settar upp í Stofu þrjár rannsóknarstöðvar sem gefa börnum tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðinga. Rétt er að minna á orð Eysteins Jónssonar alþingsmanns frá 1944 þar sem hann segir byggingu húss handa Þjóðminjasafninu „hæfilega morgungjöf af Alþingis hálfu til Lýðveldisins“.

Þá munu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra jafnframt hleypa af stokkunum átaksverkefni til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofu í Reykholti.

Landssamband bakarameistara í samstarfi við forsætisráðuneytið hefur hannað 75 metra langa Lýðveldisköku sem boðið verður upp á í miðbæ Reykjavíkur. Félagar í Landssambandi bakarameistara sem reka bakarí utan höfuðborgarsvæðisins munu einnig bjóða upp á kökuna í samvinnu við sveitarfélög á hverjum stað: Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Hveragerði og Reykjanesbæ.

Úthlutun styrkja á sviði menningar-, íþrótta- og æskulýðsmála 2018

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum af safnliðum fyrir árið 2018 til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Í auglýsingu ráðuneytisins 29. september 2017 var tekið fram að úthlutað yrði styrkjum á sviði lista og menningararfs annars vegar og til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála hinsvegar. 

Á sviði lista og menningararfs eru veittir rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja og hafa ekki aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum  lista og menningararfs.

Á sviði íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhaldíþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

 

Mat á umsóknum byggði einkum á eftirtöldum sjónarmiðum: 

 1. a)   gildi og mikilvægi verkefnis fyrir stefnu viðkomandi málaflokks,
 2. b)   gildi og mikilvægi verkefnisins fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks,
 3. c)   að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að,
 4. d)   starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
 5. e)   fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.

 

Alls bárust 97  umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 429.437.312 kr.  Alls eru veittir 37 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 56.300.000 kr.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2018:

Styrkir til lista og menningararfs

Verkefnastyrkir           

Umsækjandi

Verkefni

Úthlutað

ASSITEJ Ísland

UNGI – alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir ungt fólk

800.000

Barnabókasetur Íslands

Siljan, myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk

500.000

Cycle Music and Art Festival

Listahátíðin Cycle, Heimur heima

1.000.000

Danshópurinn Sporið

Miðlun íslenskra þjóðdansa sem menningarhefðar

300.000

Félag norrænna forvarða -Ísland

Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi

500.000

Félag um listasafn Samúels

Endurbætur á húsi Samúels

500.000

Fífilbrekka ehf

Ljósmyndaverkefni um hús Samvinnuhreyfingarinnar

1.000.000

Harpa ohf

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

500.000

Íslandsdeild ICOMOS

Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

500.000

Íslenskir eldsmiðir

Fræðsla um eldsmíði – námskeið og sýningar

500.000

Íslensk tónverkamiðstöð

Skylduskil til Landsbókasafns Íslands

2.000.000

KrakkaRÚV

Gagnvirkt vefsjónvarp fyrir ungmenni með áherslu á vandað málfar og góða íslensku

1.500.000

Leikminjasafn Íslands

Frágangur og skráning leikmuna

3.700.000

Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð

Úti í Mýri – alþjóðleg barnabókmenntahátíð

1.000.000

Nína Margrét Grímsdóttir

Reykjavík Classics, tónleikaröð í Hörpu

1.200.000

Norræna húsið í Reykjavík

Menningarveisla í Vatnsmýrinni í tilefni af 50 ára afmæli hússins 2018

800.000

SÍUNG

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna

500.000

Sviðslistasamband Íslands

Markaðs og kynningarmál

500.000

Tónskáldafélag Íslands

Myrkir músíkdagar

2.000.000

Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða

Faglegir fundir, fræðsla og alþjóðlegt samstarf

1.200.000

Valdimar Össurarson

Orðasjóður Kollsvíkinga

500.000

 

Rekstrarstyrkir

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa

3.500.000

Bókmenntahátíð í Reykjavík

3.000.000

Félag íslenskra safna og safnmanna

1.500.000

Reykjavík Dance Festival

3.500.000

 

Stofnstyrkir til íþrótta- og æskulýðsmála

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar

Úrbætur á öryggissvæði keppnisbrautar

800.000

Golfklúbbur Vestmannaeyja

Framkvæmdir á mótssvæði fyrir Íslandsmót í höggleik 2018

2.000.000

Landssamband hestamannafélaga

Uppbygging keppnisvalla í Víðidal fyrir Landsmót hestamanna 2018

6.000.000

Skáksamband Íslands

Viðgerð á þaki vegna leka í húsakynnum sambandsins

1.000.000

Skátafélagið Garðbúar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Heiðabúar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Mosverjar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Strókur

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skógarmenn KFUM – Vatnaskógi

Vatnaskógur – ljúka við nýtt hús og bætt aðgengi

1.000.000

Sveitarfélagið Skagafjörður

Uppbygging mannvirkja fyrir Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ 2018

6.000.000

Sveitarfélagið Ölfus

Unglingalandsmót UMFÍ 2018

5.000.000

Vegahúsið ungmennahús

Viðhald Vegahússins ungmennahúss

600.000

                                              

Heilsan að hausti í Sólheimabókasafni

Fimmtudaginn 27. október kl. 17:30 mun Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur, fjalla um núvitund og kenna einfaldar æfingar til að auka hana. Núvitund nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir en í henni er áherslan lögð á líðandi stund, skynjunina hér og nú. Niðurstöður rannsókna sýna fram á að núvitundarþjálfun getur dregið úr streitu, kvíða og depurð.

Staður:

Menningarhús Sólheimum, fimmtudaginn 27. október kl. 17.30.

Starfslaun listamanna 2017

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við  ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00.

– launasjóður hönnuða
– launasjóður myndlistarmanna
– launasjóður rithöfunda
– launasjóður sviðslistafólks
– launasjóður tónlistarflytjenda
– launasjóður tónskálda

Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka: 

• Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
• Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
• Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn

Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni  www.listamannalaun.is

Nýr Listaframhaldsskóli á sviði tónlistar

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Tónlistarskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH um stofnun nýs listframhaldsskóla á sviði tónlistar.

Í skólanum mun nemendum sem hyggjast leggja stund  á framhaldsnám í tónlist gefast kostur á sérhæfðu undirbúningsnámi á því sviði.

Ákvörðunin er tekin í kjölfar ferlis sem Ríkiskaup heldur utan um og er í samræmi við niðurstöður matsnefndar sem skilaði áliti til mennta- og menningarmálaráðherra.

Gert er ráð fyrir að gengið verði til samninga við skólana á næstu dögum.

Borgarlistamaður 2016

Á þjóðhátíðardeginum útnefndi Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar Ragnar Kjartansson myndlistarmann Borgarlistamann Reykjavíkur 2016 í Höfða. Útnefningin  er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Elsa Yeoman formaður menningar- og ferðamálaráðs gerði grein fyrir einhuga vali ráðsins. Listamanninum var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé og Kristján Jóhannsson söng við meðleik Antoníu Hevesi.
Ragnar Kjartansson hefur einungis fertugur að aldri borið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvalla heimsbyggðina. Stór einkasýning Ragnars er væntanleg í Listasafni Reykjavíkur á komandi ári.
Ragnar er kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Með leikrænum sviðsetningum veitir hann listnjótendum hrífandi og jafnvel barnslega upplifun. Verk hans geisla af smitandi húmor um leið og þau kalla fram í vitund okkar horfnar goðsagnir og margræðar myndir liðinna tíma. Þau brúa á einstæðan hátt bæði bilið á milli listgreinanna og eldri og nýrri miðla. En auk þess að miðla í myndlist sinni rómantísku lífsviðhorfi á einlægan máta, nýtir Ragnar sér markviss form og þaulhugsaða tækni til að tendra samband listamanns, verks og áhorfenda. Tónlistin – bæði sígild og ný –  er samofin listrænum ferli hans og verkum í ólíklegustu miðlum.
Ragnar hlaut formlega menntun við Listaháskóla Íslands og Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur verið ótrúlega afkastamikill listamaður og árlega sýna virt söfn um allan heim verk hans.  Í ár hafa verk Ragnars meðal annars verið sýnd í París, Montreal, Detroit, Berlín og Chicago og á næstu mánuðum opna sýningar í New York, Washington og Lundúnum.  Hann á nú um 60 einkasýningar að baki, 30 ólíkar uppákomur og gjörninga sýnda víðs vegar og hefur tekið þátt í meira en 60 samsýningum. Verk eftir Ragnar er að finna í safneign fjölmargra opinberra safna auk einkasafna. Ragnar hefur hlotið margvíslega viðurkenningu, síðast Serra verðlaunin á Listasafni Íslands í fyrra.
Ragnar sýnir nú um allan heim á virtustu sýningarstöðum, en stundum fáum við Íslendingar líka að njóta – eins og sýningar hans The Visitors í Kling og Bang árið 2013, sem er ógleymanleg öllum sem upplifðu. Sjaldan eða aldrei hefur sýning á íslenskri samtímalist hlotið jafn einróma viðtökur. The Visitors eða Gestirnir ferðast víða – nú þegar um Bandaríkin, til Argentínu, Brasilíu, Englands, Ástralíu, Spánar, Ítalíu, Austurríkis og Sviss.
Annað fjölfarið verk Ragnars Kjartanssonar, The End eða Endalokin, var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2009 og sýnt í Hafnarborg 2010. Gallerí i8, sem heldur nú utan um öll mál listamannsins, var síðast í fyrra með sýningu á verkum hans Me and My Mother eða Ég og móðir mín sem þau Guðrún Ásmundsdóttir móðir hans hafa tekið upp á fimm ára fresti allt frá námi hans í Listaháskóla Íslands árið 2000.
Heimild: reykjavik.is

Menningarnótt haldin í 21. skipti í sumar

Landsbankinn og Höfuðborgarstofa hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára en Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Allur fjárstuðningur bankans, sem samsvarar þremur og hálfri milljón kr., rennur óskertur til listamanna og skapandi einstaklinga eða hópa sem koma fram á Menningarnótt.

Áhersla á að styrkja viðburði á Grandanum

Menningarnótt verður haldin í 21. skipti þann 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn og Höfuðborgarstofa hafa auglýst eftir umsóknum í Menningarnætupott Landsbankans á vefnum Menningarnott.is og er umsóknarfrestur til og með 31. maí.  Í ár verður áhersla lögð á að styrkja skemmtilega og frumlega viðburði sem tengjast Grandasvæðinu við gömlu höfnina, það er þó ekki skilyrði. Veittir verða styrkir á bilinu 50.000-250.000 kr. til einstaklinga og hópa

Gakktu í bæinn!

Menningarnótt hefur fest sig í sessi sem ein helsta hátíð Reykjavíkur en á síðasta ári er talið að um 120.000 gestir hafi lagt leið sína í miðborgina þennan dag. Menningarnótt fer fram á torgum og götum, í bakgörðum og söfnum, í fyrirtækjum og heimahúsum.  Yfirskrift hátíðarinnar er „gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti. Menningarnótt er þátttökuhátíð sem byggir á framlagi fjölda aðila sem standa að menningarlífi í borginni og annarra sem nota þetta tækifæri til að setja svip sinn á borgarlífið

Stóra upplestrarkeppnin í Laugardal og Háaleiti

Stóru upplestrarkeppninni í Laugardal og Háaleiti lauk fyrir páska í skemmtilegum úrslitum.   Sigurvegarar í keppninni í þessu hverfi voru þau Ragnar Björn Ingvarsson úr Laugalækjarskóla sem fékk fyrstu verðlaun, Dögg Magnúsdóttir í Fossvogsskóla sem hreppti önnur verðlaun og Ísabella Tara Antonsdóttir úr Háaleitisskóla sem varð í þriðja sæti.

lesarar_og_varamenn_laugard_og_haaleiti

Ríkisstjórnin styrkir Handverk og hönnun

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum þann 1. mars síðastliðinn, að tillögu forsætisráðherra og mennta og menningarmálaráðherra, að veita 6 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins ,,Handverk og hönnun“ með það að markmiði að stuðla að eflingu handverks og listiðnaðar hér á landi.

,,Handverk og hönnun“ var í upphafi verkefni sem hrint var af stað af forsætisráðuneytinu árið 1994 en síðar rekið sem samstarfsverkefni forsætisráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis og félagsmálaráðuneytis, og fjármagnað af þeim. Árið 2007 var ,,Handverk og hönnun“ gert að sjálfseignarstofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti falið að gera samning við hana um ráðstöfun rekstrarframlags, sem greiðast skyldi af fjárlögum hvers árs.

Markmið gildandi samnings er að stuðla að eflingu handverks og listiðnaðar, auka gæðavitund með ráðgjöf og upplýsingagjöf; auka skilning á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi; og kynna íslenskt handverk og íslenskan listiðnað.

,,Handverk og hönnun“ hefur frá upphafi sinnt markaðs- og kynningarstarfi, námskeiða- og sýningahaldi, fræðslu og ráðgjöf og þjónar tugum ef ekki hundruðum smárra fyrirtækja eða einyrkja sem margir eru á landsbyggðinni og konur þar í meirihluta.

Styrkir til verkefna á sviði menningarmála

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála.

Í auglýsingu mennta- og menningarmálaráðuneytis 9. október 2015 var tilgreint að úthlutað yrði til verkefna á sviði listgreina, menningararfs og uppbyggingar landsmótsstaða. Ráðuneytið tók til meðferðar 102 umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 366.866.300 kr.

Alls eru veittir 29 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 38.800.000 kr.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2016:

Á sviði lista og menningar:     Kr.
Afrika-Lole, áhugamannafélag Fest Afrika Reykjavik 2016    200.000
Bandalag íslenskra leikfélaga Rekstur þjónustumiðstöðvar 6.000.000
Félag leikskálda og handritshöfunda Höfundasmiðja    400.000
List án landamæra List án landamæra 2016 1.500.000
Listahátíðin Hringrás Hringrás Listahátíð – Cycle Music and Art Festival    700.000
Lókal, leiklistarhátíð ehf. Lókal, leiklistarhátíð 2016 3.000.000
Málnefnd um íslenskt táknmál Barnamenningarhátíð á degi íslenska táknmálsins    400.000
Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð Alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík    400.000
Samtök um Danshús Dansverkstæði 2.000.000
Sólheimar, sjálfbært samfélag Menningarveisla Sólheima 2016    200.000
Sviðslistasamband Íslands Rekstrarstyrkur 6.500.000
Upptakturinn, Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. og Íslenska óperan Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.    300.000
Á sviði menningararfs:    
Bandalag íslenskra skáta Flokkun, skráning og skönnun muna og mynda úr sögu skátahreyfingarinnar 1.000.000
Félag norrænna forvarða – Ísland Rekstrarstyrkur    500.000
FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnamanna Rekstrarstyrkur 1.000.000
Heimilisiðnaðarfélag Íslands Rekstrarstyrkur 4.000.000
Íslandsdeild ICOM Rekstarstyrkur 1.000.000
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi Uppbygging starfsemi    300.000
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi Menningarminjar í hættu    750.000
ReykjavíkurAkademína ses. –

Sesselja G. Magnúsdóttir

Rannsókn á bókasafni Dagsbrúnar sem bókmenningu    300.000
Snorrastofa í Reykholti Forn trúarbrögð Norðursins 3.000.000
Upplýsing – félag bókasafns- og upplýsingafræðinga Rekstrarstyrkur 1.200.000
Wift á íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi Gagnasafn íslenskra kvenna í kvikmyndagerð    350.000
Þjóðbúningaráð Rekstrarstyrkur    500.000
Á sviði uppbyggingar landsmótsstaða:    
Bandalag íslenskra skáta Framkvæmdir á Úlfljótsvatni vegna Landsmóts skáta 2016 og World Scout Moot 2017 8.000.000
Golfklúbbur Akureyrar Uppbygging fyrir Íslandsmótið í höggleik 2016 á Jaðri ásamt endurbótum á golfskála 4.000.000
Ísafjarðarbær Uppbygging vegna landsmóts UMFÍ 50+ 4.000.000
Landssamband hestamannafélaga Framkvæmdir vegna Landsmóts hestamanna 2016 á Hólum í Hjaltadal 5.000.000
Skógarmenn KFUM Uppbygging landsmótssvæðis í Vatnaskógi 3.300.000

10 teymi valin í Startup Tourism

Tíu teymi voru valin úr hópi 74 viðskiptahugmynda til að taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Tourism sem hefst í byrjun febrúar. Startup Tourism hraðallinn er haldinn á vegum Icelandic Startups sem hét áður Klak Innovit.

Markmiðið með hraðlinum er að efla frumkvöðlastarf innan ferðaþjónustunnar á Íslandi og stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum. Einnig er sérstök áhersla á að huga að aukinni dreifingu ferðamanna um landið.

Næstu tíu vikurnar munu teymin tíu sækja námskeið og fá fræðslu og þjálfun í stofnun fyrirtækja og rekstri. Að námskeiðunum koma sérfræðingar og lykilaðilar í ferðaþjónustunni og hjálpa sprotafyrirtækjunum að fóta sig og átta sig á tækifærum og rekstrargrundvelli hugmynda sinna.

 

Sprotafyrirtækin sem valin voru til þátttöku eru:

 • Adventurehorse Extreme sem ætlar að skipuleggja krefjandi kappreið um landið fyrir reynda knapa.
 • Arctic Trip vill standa fyrir nýstárlegri ferðaþjónustu á og í kringum Grímsey.
 • Bergrisi er að hanna hugbúnaðar- og tæknilausn fyrir þjónustusala svo gera meigi bæði sölu- og afgreiðsluferlið sjálfvirkara.
 • Book Iceland er fyrirtæki utan um bókunarkerfi fyrir gistiheimili og smærri hótel.
 • Happyworld ætlar að nýta rokið til að bjóða upp á svifíþróttaferðir.
 • Health and Wellness býður upp á heilsutengda ferðaþjónustu um Vesturland þar sem hlúð er að líkama og sál.
 • Jaðarmiðlun ætlar að kynna álfa og huldufólk á tímamótasýningu sem byggð er á íslenskum sagnaarfi.
 • Náttúrukúlur bjóða ferðamönnum upp á gistingu í glærum kúlum þar sem hægt er að upplifa náttúruna og skoða stjörnur og norðurljós.

Umhverfis jörðina frumsýnt í Þjóðleikhúsinu

Skáldsagan Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne hefur notið gífurlegra vinsælda víða um heim allt frá því hún kom út árið 1873. Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns hafa nú samið ævintýralegan, nýjan söngleik byggðan á verkinu með fjölda nýrra og skemmtilegra laga eftir Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben úr Skálmöld. Frumsýning er 23. janúar kl. 13.00 á Stóra sviði Þjóðleikhússins.

Breski herramaðurinn Fílías Fogg veðjar um að hann geti ferðast í kringum hnöttinn á 80 dögum. Við sláumst í æsispennandi ferð með honum og Passepartout til framandi landa, siglum um öll heimsins höf og kynnumst þekktum – og minna þekktum – persónum úr mannkynssögunni. Fílías Fogg, sem í upphafi ferðar er uppfullur af hugmyndum um yfirburði breska heimsveldisins, lærir fjölmargt um lífið og tilveruna, og ekki síst um sjálfan sig. Og ástinni kynnist hann á óvæntum stað!

Umhverfis jörðina er sprellfjörugur, fyndinn og ævintýralegur nýr, íslenskur söngleikur fyrir alla fjölskylduna!

Leikarar eru Sigurður Sigurjónsson (Fílías Fogg), Örn Árnason (Passepartout), Karl Ágúst Úlfsson (Fix) og Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Aúda og fleiri hlutverk). Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben sjá um hljóðfæraleik og leika ýmis hlutverk. Jón Stefán Sigurðsson og Stella Björk Hilmarsdóttir sjá um sviðsskiptingar og leika ýmis hlutverk.

Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, Högni Sigurþórsson gerir leikmynd, höfundur búninga er  Leila Arge og Ólafur Ágúst Stefánsson sér um lýsingu.

umhverfisjordina-728x513Heimild: leiklist.is

Ellefu Íslendingar fengu fálkaorðuna

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 1. janúar 2016, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:
1. Björgólfur Jóhannsson forstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir  framlag til þróunar íslensks atvinnulífs.
2. Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar.
3. Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður, Sauðárkróki, riddarakross
fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar.
4. Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík,
riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fræða og menningar.
5. Helga Guðrún Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður UMFÍ,
Kópavogi, riddarakross fyrir forystu störf á vettvangi íþrótta og
æskulýðsstarfs.
6. Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra,
Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til umhverfiserndar og
náttúrufræðslu og störf í opinbera þágu.
7. Hrafnhildur Schram listfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu íslenskrar myndlistar.
8. Hörður Kristinsson grasafræðingur, Akureyri, riddarakross fyrir
rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri.
9. Ólafur Ólafsson formaður Aspar, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf að íþróttamálum fatlaðra.
10. Steinunn Kristjánsdóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir
rannsóknir á sviði íslenskrar sögu og fornleifa.
11. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir
framlag til íslenskra bókmennta.
e1f390b4304decf3

Aukatónleikar með Bieber staðfestir

Eins og flestir vita seldist upp á tónleika Justins Bieber í Kórnum 9. september 2016 á örskammri stundu. Það kom bersýnilega í ljós að umfram eftirspurnin eftir miðum var með miklum ólíkindum.

Sena hefur staðfest að aukatónleikar verða haldnir fimmtudaginn 8. september í Kórnum, Kópavogi.

Allt varðandi miðaverð og svæði er nákvæmlega eins og áður.

Miðasala hefst föstudaginn 8. janúar kl. 10 á Tix.is. Engar íslenskar forsölur verða að þessu sinni en forsala á vegum aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram daginn áður, á sama hátt og áður.

Svona eru verðin og svæðin:

Standandi stæði:     15.990 kr
Stúka B:                    24.990 kr
Stúka A:                    29.990 kr

justinbieber

Landsbankinn styrkir verkefni Menningarnætur

Þremur milljónum króna var í vikunni veitt úr Menningarnæturpotti Landsbankans til 32 verkefna og viðburða sem fram fara á Menningarnótt.  Menningarnæturpottur er samstarfsverkefni Landsbankans og Höfuðborgarstofu en bankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi.  Allur fjárstuðningur Landsbankans rennur beint til listamanna og hópa sem koma fram á hátíðinni.

Þetta er í sjötta sinn sem styrkir eru veittir úr Menningarnæturpottinum. Í ár bárust vel yfir hundrað umsóknir og valdi starfshópur á vegum Höfuðborgarstofu styrkþegana. Við úthlutun var kastljósinu meðal annars beint að viðburðum á torgum miðborgarinnar; nýjum og gömlum, stórum og litlum, fundnum og földum.

Lista af styrkþegum má sjá á vef Landsbankans.

Menningarnott-2015-styrkthegar-1240

 

Úthlutun úr Myndlistarsjóði

Þann 1. júlí s.l. var úthlutað myndlistarráð úr Myndlistarsjóði fyrir árið 2015, 18,5 milljónum til 42 verkefna myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar.

Í tilkynningu frá myndlistarráði segir: “Að þessu sinni bárust sjóðnum alls 117 umsóknir að heildarfjárhæð 106,5 milljónir kr. Myndlistarráð fagnar því hversu margar umsóknir bárust sjóðnum en fjöldi umsókna sýnir berlega þann drifkraft og grósku sem einkennir íslenskt myndlistarlíf.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Fimmtán styrkir voru veittir úr flokki stærri sýningarverkefna sem er stærsti flokkur sjóðsins; þar af hlutu styrk tíu hátíðir og sýningarstaðir og fimm einstaklingar. Stærsta styrkinn að upphæð 1,8 m.kr hlýtur myndlistarhátíðin Sequences VIII. Að auki hljóta tólf myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna, styrkir til útgáfu- og rannsókna nema 6,1 m.kr. og 1,5 m.kr  er veitt til undirbúnings verkefna.

UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Sequences-myndlistarhátíð Sequences VIII 1.800.000
Cycle Music and Art Festival Leyst úr læðingi 900.000
Theresa Himmer Speak Nearby, exhibition at Soloway, New York 600.000
Culturescapes CULTURESCAPES Iceland: Special Art Program 1.000.000
Eygló Harðardóttir 3 sýningar 400.000
Gerðarsafn-Listasafn Kópavogs skúlptúr-skúlptúr 400.000
Hrafnhildur Arnardóttir All Very Agile Flames 250.000
Nýlistasafnið P.S. Ekki gleyma mér 500.000
Kling & Bang The Confected Video Archive of Kling & Bang – viðhald og sýning í Austellungsraum Klingental 400.000
Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands The Assembly of The Hyperboreans 500.000
Djúpavogshreppur Rúllandi Snjóbolti/6, Djúpivogur 400.000
Verksmiðjan Hjalteyri Sumarryk, sýningar 2016 400.000
Listasafnið á Akureyri A! Gjörningahátíð 300.000
Karlotta Blöndal Rannsókn, sýning og útgáfa um pappír 300.000
Hulda Rós Guðnadóttir Keep Frozen 400.000
8.550.000
 
UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Styrmir Örn Guðmundsson Einkasýning í JOEY RAMONE (Rotterdam) 300.000
Eva Ísleifsdóttir I am Here Belive 250.000
Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands Sýning: Ingólfur Arnarsson & Þuríður Rós Sigurþórsdóttir 300.000
Arnar Ásgeirsson Promesse du Bonheur 200.000
Arna Óttarsdóttir Einkasýning í i8 nóvember 2015 200.000
Tumi Magnússon Sýning í MACMO, Museo de Arte Contemporaneo, Montevideo, Uruguay 200.000
Einar Falur Ingólfsson Culturescape 2015 / 2 sýningar 100.000
Claudia Hausfeld Exhibition Switzerland 100.000
Una Margrét Árnadóttir Þrykk í SØ 150.000
Rakel McMahon We are Family 200.000
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir Samsýning í Sideshow Gallery, New York 150.000
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Umgerð – Sýning Hugsteypunnar í Listasafni Akureyrar 200.000
2.350.000
 
UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Staðir / Places Staðir / Places 250.000
Sigurður Guðjónsson Einkasýning í Berg Contemporary 250.000
Nýlistasafnið Rolling Line 500.000
Helga Þórsdóttir augnaRáð 300.000
Haraldur Jónsson Hringstig 200.000
1.500.000
 
UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Sigtryggur Berg Sigmarsson óskýr sjón, lita raskanir, mjúkar og hraðar handahreyfingar 50.000
Ragnhildur Jóhanns Reykjavík Stories 550.000
Steingrímur Eyfjörð Vinnuheiti: „Tegundagreining“ – Rit um verk Steingríms Eyfjörð 700.000
Ásta (Ástríður) Ólafsdóttir Ásta Ólafsdóttir, Myndlist 500.000
Eygló Harðardóttir Útgáfa bókverks 500.000
Margrét H. Blöndal Teikningabók 500.000
Heiðar Kári Rannversson ÍSLENSK BÓKVERK 600.000
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá Útgáfa á listaverkabók um Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Vinnuheiti: Orðin, tíminn og blámi vatnsins. 700.000
Crymogea Birgir Andrésson – Verk 1.000.000
Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg) Gjörningar – Útgáfa bókar / skráning ljósmynda og heimilda 1.000.000
6.100.000

Harmonikuhátíð á Árbæjarsafni

Sunnudaginn 12. júlí, verður hin árlega Harmonikuhátíð Reykjavíkur haldin venju samkvæmt á Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13:00. Munu þar koma fram margir af okkar bestu og þekktustu harmonikuleikurum í skemmtilegu umhverfi safnsins.

Á safninu geta gestir jafnframt fylgst með og tekið virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla, með þeim fyrirvara að veður haldist þurrt. Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur verkfæri en ljá, orf og hrífu til að afla vetrarforðans. Víða var heyjað upp á gamla mátann fram yfir miðja síðustu öld, en nú eru gömlu handbrögðin sjaldséð í sveitum landsins.

Dagskrá dagsins endar síðan með samspili allra harmonikuflytjenda undir stjórn Karls Jónatanssonar.

Ný ljósmyndasýning í Þjóðminjasafninu

Í dag, laugardaginn 6. júní kl. 15 verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins fyrsta einkasýning ljósmyndarans Valdimars Thorlacius. Sýningin ber heitið I Ein/Einn og sýnir heim einfara.

Með ljósmyndunum eru sagðar sögur af heimi einfara til bæja og sveita.  Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi; að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Með ljósmyndum sínum nær hinn ungi ljósmyndari að miðla þessum sérstaka heimi til sýningargesta.

Sama dag kemur út bók um ljósmyndaverkefnið hjá Crymogeu.

Fyrsta skóflustungan tekin að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, og Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skóla Íslands, tóku fyrstu skóflu­stungu að ný­bygg­ingu fyr­ir Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur í er­lend­um tungu­mál­um við Há­skóla Íslands sl. sunnu­dag.

Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu og verður um 4.000 fermetrar að stærð, ásamt bílakjallara og tengigangi sem tengir bygginguna við Háskólatorg. Markmið byggingarinnar er tvíþætt, annars vegnar að skapa aðstöðu fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar og hins vegar að skapa aðstöðu til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál til almennings og þekkingarsamfélagsins. Arkitektar byggingarinnar eru Kristján Garðarsson og Haraldur Örn Jónsson.

hus_model_10

Hönnunarmars á Sjóminjasafninu

Á Sjóminjasafninu munu íslenskir hönnuðir sýna hvað í þeim býr í tengslum við Hönnunarmars, dagana 12.-15. mars. Við hvetjum ykkur til þess að líta við á safninu, skoða sýninguna og það sem hönnuðurnir efnilegu hafa fram að færa. Verk eftir Terta Duo, Genitalia og Skötu. Auk þess munu nemendur úr Listaháskóla Íslands sýna verk sín.  Það er frítt inn á hönnunarmars.

Hönnunarmars01_2034900425

Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkurborgar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sæmdi Friðrik Ólafsson stórmeistara í skák, heiðursborgaranafnbót  við hátíðlega athöfn í Höfða,  þann 28. janúar síðastliðinn. Friðrik Ólafsson er sjötti einstaklingurinn sem gerður er að heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Þeir sem hlotið hafa þessa nafnbót áður eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró árið 2012 og Yoko Ono árið 2013.

Með því að sæma Friðrik Ólafsson heiðursborgaratitli vill Reykjavikurborg þakka Friðriki fyrir árangur hans og afrek á sviði skáklistarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði það vel við hæfi að heiðra Friðrik á áttræðisafmælinu, en hann átti afmæli þann 26. janúar sl. Dagur sagði að áhugi á skák væri óvíða meiri en á Íslandi og líklega hefði enginn Íslendingur haft jafn mikil áhrif á skákíþróttina hérlendis og Friðrik Ólafsson. Hans dýrmæta framlag til íslenskrar menningar væri þakkarvert.

Í ræðu borgarstjóra kom fram að Friðrik hafi ungur að árum sýnt óvenjulega dirfsku og hugkvæmni og í skákum hans hafi hann sýnt meiri tilþrif en menn áttu að venjast. Hann var ungur að árum eða aðeins 17 ára gamall þegar hann varð Íslandsmeistari, 18 ára Norðurlandameistari og stórmeistari í skák árið 1958 fyrstur íslenskra skákmanna.

img_8121

Heimild: reykjavik.is

Jólasýningar Árbæjarsafnins

Jólasýningar Árbæjarsafnsins verða haldin  sunnudagana 14. og 21. deseber milli klukkan 13-17.

Dagskrá:
Guðsþjónusta kl. 14
Jólasveinar á vappi á milli 14 og 16
Dansað í kringum jólatréð á torginu kl. 15

Jólasýning Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni.  Ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga.   Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir föndra og syngja jólalög.

Samsett-Arbeajarsafn-600x450

Landsbankinn veitir 10 milljónir í samfélagsstyrki

25 verkefni fengu samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í vikunni. Tvö verkefni fengu úthlutað einni milljón króna, níu verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og loks fengu fjórtán verkefni 250 þúsund króna styrk. Rúmlega 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni.

Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.

Samfélagsstyrkir Landsbankans – desember 2014

1.000.000 kr. styrkir

 • Hjálpræðisherinn á Íslandi – Dagsetrið á Eyjarslóð fyrir heimilislaust fólk.
 • Pétur Henry Petersen – Rannsókn miðuð að því að bæta greiningu Alzheimer-sjúkdómsins.

500.000 kr. styrkir

 • Act alone – Leiklistarhátíðin Act alone á Suðureyri.
 • Blátt áfram – Verkefnið Verndarar barna II.
 • Eydís Franzdóttir – Tónleikaröðin 15:15 í Norræna húsinu.
 • Félag nýrnasjúkra – Kaup á vatnshreinsivélum fyrir blóðskilunardeildir á Akureyri og Selfossi.
 • Ljósið – Námskeið fyrir ungmenni sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra.
 • Mediaevaland – Spjaldtölvunámsefni fyrir leikskólabörn byggt á fornum kvæðum.
 • Olnbogabörnin – Fræðsluvefur fyrir foreldra barna og unglinga með áhættuhegðun.
 • Safnasafnið – Kaup á listaverkum Sölva Helgasonar listamanns sem uppi var á 19. öld.
 • Spark films – Uppsetningar heimildaleiksýningar um snjóflóðin á Norðfirði árið 1974.

Alla styrkina má sjá á vef Landsbankans.

Stytta Einars Benediktssonar flutt að Höfða

Til stendur að færa styttuna af Einari Benediktssyni frá Klambratúni til Höfða, en styttan er eftir Ásmund Sveinsson.

Föstudaginn 31. október síðastliðinn voru liðin 150 ár frá fæðingu Einars Benediktssonar ljóðskálds. Einar átti merkan lífsferil, var ævintýramaður og sennilega hvað víðförlastur sinna samtíðarmanna og dvaldi langdvölum erlendis. Hann var virt skáld og gaf út fimm ljóðabækur. Hann gaf út fyrsta dagblaðið á Íslandi, Dagskrá, og var ritstjóri blaðsins. Hann var eldhugi með sterka félagslega samkennd og vildi lyfta þjóð sinni til mennta og betri vegar.

einar_ben_stytta_bb_2

 

Tungumálasmiðja með söng og kynningum

Á Café Lingua, mánudaginn 3. nóvember mun félagið Horizon bjóða upp á skemmtilega tungumálasmiðju með söng, kynningum og umræðum á tyrknesku, dönsku, ensku og íslensku þar sem meðal annars verða tekin dæmi um ýmis konar spaugilegan tungumálamisskilning.

Smiðjan er fyrir alla sem eru áhugasamir um tungumál og fjöltyngi. Te og kaffi í boði. Café Lingua fer að þessu sinni fram í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, kl. 17.30-18.30.

Örfá sæti laus í glæpasagnasmiðju

Örfá sæti eru laus í glæpasagnasmiðju með rithöfundinum William Ryan  í aðalsafni 21. nóvermber, en smiðjan er hluti af dagskrá glæpasagnahátíðarinnar Iceland Noir.

Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir var haldin í fyrsta skipti í nóvemberlok árið 2013 og vakti mikla athygli. Svo vel tókst til að ákveðið var að endurtaka leikinn og standa vonir til að hátíðin verði árlegur liður í bókmenntalífi hérlendis. Hátíðin verður dagana 20.-23. nóvember.

Sem fyrr tekur Borgarbókasafnið þátt í dagskránni. Föstudaginn 21. nóvember heldur írski rithöfundurinn William Ryan glæpasagnasmiðju í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, kl. 17-19.30. Ryan var einnig með smiðju í fyrra sem tókst sérdeilis vel, enda hét aðalpersónan Úlfhildur.

Nánari upplýsingar og skráning.

IcelandnoirlogoSm

Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi

Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi var formlega stofnuð föstudaginn 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna. Stofnfundurinn fór fram í Þjóðminjasafni Íslands og kom þar saman fjölmennur hópur fólks sem starfar að varðveislu menningarminja ásamt fulltrúum Almannavarna, Landsbjargar, Rauða krossins og ráðuneyta.

Blái skjöldurinn er menningunni það sem Rauði krossinn er mannúðar- og hjálparstarfi. Markmið hans að vernda menningarverðmæti þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara og átaka m.a. með áætlunum og viðbrögðum þegar vá steðjar að og stuðningi þegar hættuástandi líkur. Landsnefndum Bláa skjaldarins hefur verið komið á fót um allan heim og þær hafa víða unnið mikilvægt starf við verndum menningarverðmæta. Íslendingar þekkja vel afl náttúrunnar og þær hamfarir sem geta orðið af hennar sökum á mannlegt samfélag. Íslenskri menningu er því mikilvægt að slíkri starfsemi, sem Blái skjöldurinn er, sé komið á fót hér á landi.

Nánar má lesa á vef Þjóðskjalasafnsins.