Lauren Greenfield
STELPUMENNING
13. september 2014 – 11. janúar 2015
Stelpumenning er ljósmyndasýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og varpar ljósi á hverfandi skil á milli raunveruleika stúlkna og gildishlaðinnar birtingarmyndar kvenna í bandarískri dægurmenningu. Sýningin stendur frá 13. september til 11. janúar 2015.
Myndaröðin er afrakstur fimm ára rannsóknar Lauren Greenfield á lífi stúlkna og kvenna víðsvegar um Bandaríkin. Portrettmyndir og viðtöl Greenfield varpa ljósi á upplifanir og athafnir kvenna innan samfélags sem krefst ákveðins útlits, hegðunar og frammistöðu. Í sýningunni mætast hversdagslegar og öfgakenndar aðstæður stelpumenningar: samkeppni og útlitsdýrkun unglingsstúlkna og barátta ungrar konu með lystarstol; barn í búningaleik og fatafella í skólastúlkubúningi.
Lauren Greenfield hefur unnið við heimildaljósmyndun og kvikmyndagerð frá 1991. Greenfield bregður birtu kynjahlutverk, líf ungmenna og neyslumenningu í myndum sínum. Meðal myndaraða Greenfield má nefna Fast Forward (1997), Girl Culture (2002) og THIN (2006) og heimildarmyndirnar Kids + Money (2008), Beauty CULTure (2011) og Queen of Versaille (2012). Heimilda- og fréttaljósmyndir Greenfield birtast reglulega í tímaritum á boð við The New York Times Magazine, National Geographic og Harper‘s Bazaar.
Heimildarmyndirnar Queen of Versaille og Kids & Money eftir Lauren Greenfield munu vera sýndar á meðan á sýningunni stendur.
Sýningin er skipulögð af Evergreen Pictures
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar