Frá árinu 1949 til ársloka 2017 hefur 191 íslensk leikin kvikmynd í fullri lengd verið frumsýnd hér á landi. Karlar hafa leikstýrt langflestum myndanna eða níu af hverjum tíu. Flestar myndanna flokkast sem drama- og gamanmyndir. Um ein af hverjum tíu kvikmyndum eru barna- og fjölskyldumyndir.
Fyrsta íslenska leikna kvikmyndin í fullri lengd var frumsýnd árið 1949. Það var kvikmyndin Milli fjalls og fjöru í leikstjórn Lofts Guðmundssonar. Næsta áratuginn voru frumsýndar fimm leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd. Eftir það dró úr framleiðslu langra leikinna mynda hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar voru aðeins frumsýndar tvær innlendar myndir í fullri lengd, ein á hvorum áratug. Frá árinu 1980 að telja hefur árvisst verið frumsýnd innlend leikin kvikmynd í fullri lengd, tíðast fleiri en ein eða tvær hvert ár. Flestar voru myndirnar árið 2011, en þá voru frumsýndar myndir tíu talsins. Frá 1949 til loka árs 2017 hefur 191 íslensk leikin kvikmynd í fullri lengd verið frumsýnd, eða fast að þrjár myndir að jafnaði á ári.
Heimild: hagstofa.is
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð