Áhersla er lögð á mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja til að styrkja það og bæta, í sameiginlegri yfirlýsingu fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands sem undirrituð var í vikunni í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna.
Með yfirlýsingunni vilja málsaðilar undirstrika mikilvægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu.
Meðal helstu atriða í viljayfirlýsingunni er bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning. Auknu fjármagni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Þá er stefnt að aukinni samvinnu heilbrigðisstofnana og markvissari verkaskiptinu auk þess sem íslenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.
Þetta kemur fram á vef Velferðarráðuneytisins.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands