06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, í Gamla bíói í Reykjavík og hlaut þau að þessu sinni Jón G. Friðjónsson prófessor. Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði við Háskóla Íslands um áratuga skeið og verið meðal brautryðjenda í kennslu íslensku sem annars máls við skólann. Verðlaun Jónasar eru árlega veitt þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Þessi hafa hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar:

  1. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og grunnskólakennari, 1996
  2. Gísli Jónsson menntaskólakennari, 1997
  3. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, 1998
  4. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, 1999
  5. Magnús Þór Jónsson, Megas, 2000
  6. Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, 2001
  7. Jón Böðvarsson, 2002
  8. Jón S. Guðmundsson, 2003
  9. Silja Aðalsteinsdóttir, 2004
  10. Guðrún Helgadóttir, 2005
  11. Njörður P. Njarðvík, 2006
  12. Sigurbjörn Einarsson, 2007
  13. Herdís Egilsdóttir, kennari, 2008
  14. Þorsteinn frá Hamri, rithöfundur og skáld, 2009
  15. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna í tungumálum, fyrrverandi forseti Íslands og leikhússtjóri, 2010
  16. Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, 2011
  17. Hannes Pétursson rithöfundur, 2012
  18. Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður, 2013
  19. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur 2014
  20. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur 2015
  21. Sigurður Pálsson skáld 2016
  22. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, 2017
  23. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, 2018