07/02/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Bjarkarhlíð styrk að upphæð 15 milljónum króna.

Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis 18 ára og eldri. Þar gefst þeim kostur á viðtölum og stuðningi frá fagaðilum, jafningjum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu. Ekki þarf tilvísun til að koma í viðtal. Bjarkarhlíð býður auk þess upp á stuðningshópa fyrir þolendur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Bjarkarhlíð vinnur einnig að því að efla umfjöllun og veita fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því að senda skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarkarhlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess.