
Aukið samstarf Bandaríkjanna og Íslands, m.a. á sviðum tækni og nýsköpunar, og tvíhliða samskipti þjóðanna voru á meðal umræðuefna á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Kurt M. Campbell, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fram fór í utanríkisráðuneytinu í morgun.
Þá voru átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, málefni Úkraínu og staða mála á Indó- Kyrrahafssvæðinu sömuleiðis til umræðu á fundinum.
Kurt M. Campbell tók við sem varautanríkisráðherra Bandaríkjanna í febrúar síðastliðnum og er næstráðandi í ráðuneytinu, staðgengill Antony Blinken utanríkisráðherra.
Í stuttri heimsókn sinni til landsins sótti Campbell auk þess fund utanríkismálanefndar Alþingis og heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli til að kynna sér aðstæður.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi