03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Unglingadeildir Landsbjargar til Rússlands

Um síðastliðna helgi fór 15 manna hópur frá unglingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar til Rússlands til að taka þátt í æfingunni USAR 2015.

Íslensku þátttakendurnir eru á aldrinum 15 – 17 ára og koma úr unglingadeildum björgunarsveita um allt land. Æfingin fer fram í Noginsk í Rússlandi og eru þátttökulönd að þessu sinni ellefu talsins.

Æfingin stendur í sex daga og lýkur á 14 klst. rústaæfingu þar sem allar þátttökuþjóðir vinna saman. Það eru ýmis verkefni sem þátttakendur þurfa að leysa en auk rústabjörgunar er tekist á við slasaða einstaklinga, fjallabjörgun og fleira.

Æfingar sem þessar skila miklu í alþjóðlegu samstarfi auk þess sem þátttakendur öðlast mikla reynslu.

Heimild: landsbjorg.is