
Tveir sóttu um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun ágúst sl.
Umsækjendur eru:
Elísabet Dolinda Ólafsdóttir aðstoðarforstjóri
Hildur Kristinsdóttir gæðastjóri
Þriggja manna nefnd verður skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún mun starfa í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til næstu fimm ára frá 1. desember næstkomandi.
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð