Á Café Lingua, mánudaginn 3. nóvember mun félagið Horizon bjóða upp á skemmtilega tungumálasmiðju með söng, kynningum og umræðum á tyrknesku, dönsku, ensku og íslensku þar sem meðal annars verða tekin dæmi um ýmis konar spaugilegan tungumálamisskilning.
Smiðjan er fyrir alla sem eru áhugasamir um tungumál og fjöltyngi. Te og kaffi í boði. Café Lingua fer að þessu sinni fram í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, kl. 17.30-18.30.
Aðrar fréttir
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2019