Mælt er með því að fólk sé ekki á ferli á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. 16 í dag vegna óveðursins. Hafið í huga að auðveldara er fyrir viðgragðsaðila að komast leiðar sinnar þegar færri bílar eru á ferðinni og þannig geta þeir brugðist skjótar við útköllum. Mælt er með því að fólk fylgist áfram með fréttum af veðri og færð og haldi sig heima við nema brýn nauðsyn kalli á annað. Gott er að undirbúa sig með því að hafa vasaljós, kerti, útvarp og rafhlöður við hendina ef rafmagnið skyldi fara. Munið líka að hlaða farsímana.
Gott er að draga gluggatjöld fyrir glugga sem eru áveðurs og hafa svefnstaði/rúm ekki undir þeim gluggum. Einnig þarf að huga að svala-, bílskúrs- og gluggalokunum og hreinsa niðurföll og moka vel frá. Ef enn eru lausir munir á svölum eða lóðum eins og trampólín, húsgögn eða annað smávægilegt er mikilvægt að koma því í var svo það fjúki ekki á fólk eða skemmi eignir.
Veðrið gæti staðið yfir til hádegis á morgun svo fylgist áfram með og farið ekki af stað í fyrramálið nema þið hafið upplýsingar um veður og færð.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands