Nú eru glerhýsi, tré, þakkantar, þakplötur, strætisvagnaskýli og annað lauslegt að fjúka á höfuðborgarsvæðinu. Á annaðhundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu.
Veðurspá með roki og miklu vatnsveðri virðist vera að ganga eftir á svo til öllu landinu með 25-30 m/s og þar sem hviður ná sér upp allt að 50-60 m/s. Mikill vatnselgur er víða á vegum. Í Mosfellsbæ eru björgunarsveitarmenn að störfum, en mikill vatnselgur er í Álafosskvosinni og víðar.
Þetta segir í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi