Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og nú geta ungmenni sótt um störf til og með 29.mars næstkomandi. Markmiðið er að bjóða ungmennum 17 ára og eldri, almenn sumarstörf og afleysingastörf hjá stofnunum borgarinnar.
Sumarstörfin hjá borginni eru margvísleg og snerta daglegt líf borgarbúa með ýmsum hætti. Störfin eru laus til umsóknar fyrir alla 17 ára og eldri.
Almennt þurfa umsækjendur að hafa náð 20 ára aldri til að vera ráðnir í störf leiðbeinenda á sumarnámskeiðum eða við öryggisstörf. Hjá Vinnuskóla Reykjavíkur er lágmarksaldur leiðbeinenda 22 ár en liðsmanna og aðstoðarleiðbeinenda 20 ár.
Ráðningatími er 4 – 12 vikur og þau ungmenni sem eiga lögheimili í Reykjavík hafa forgang í störf hjá Reykjavíkurborg.
Umsókn um starf jafngildir ekki ráðningarsamningi. Byrjað verður að vinna með umsóknir eftir að umsóknarfrestur rennur.
Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins, með hátt í átta þúsund starfsmenn.
Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins, með hátt í átta þúsund starfsmenn.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands