30/11/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Stytta Einars Benediktssonar flutt að Höfða

Til stendur að færa styttuna af Einari Benediktssyni frá Klambratúni til Höfða, en styttan er eftir Ásmund Sveinsson.

Föstudaginn 31. október síðastliðinn voru liðin 150 ár frá fæðingu Einars Benediktssonar ljóðskálds. Einar átti merkan lífsferil, var ævintýramaður og sennilega hvað víðförlastur sinna samtíðarmanna og dvaldi langdvölum erlendis. Hann var virt skáld og gaf út fimm ljóðabækur. Hann gaf út fyrsta dagblaðið á Íslandi, Dagskrá, og var ritstjóri blaðsins. Hann var eldhugi með sterka félagslega samkennd og vildi lyfta þjóð sinni til mennta og betri vegar.

einar_ben_stytta_bb_2