
Almennir styrkir skóla- og frístundaráðs fyrir árið 2021 renna til 14 verkefna en alls bárust 22 umsóknir um úthlutun á árinu.
Úthlutunarnefnd fór yfir allar styrkumsóknir og hlutu eftirfarandi verkefni almenna styrki.
- ADHD samtökin 400.000 kr. til samstarfs um 4 – 5 námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla og frístundastarfs.
- Kynfræðsla Pörupilta 500.000 kr.
- Myndasögunámskeið í félagsmiðstöðvum (Arnar H. Önnuson) 280.000 kr.
- Smá sirkus 500.000 kr. (Daníel Sigríðarson) fyrir sýningar í hverfum borgarinnar.
- Dansað við enda regnbogans (Dansgarðurinn) 310.000 kr. fyrir danskennslu.
- Gróðurhús sem námsumhverfi við Dalskóla 200.000 kr.
- Bambahús (Hrafnaspark ehf. ) 500.000 kr. til að innleiða gróðurhús í 3 leikskólum.
- Hviða í borginni (Julia Hantschel ) 400.000 kr. til skólaheimsókna.
- Eldvarnarátak (Landssamband slökkviliðsmanna ) 300.000 kr. fyrir fræðslu í 3. bekk.
- Móðurmál – samtök um tvítyngi 200.000 kr. til að kosta hýsingu gagna í Gegni.
- Móðurmál – samtök um tvítyngi 150.000 kr. til að kaupa bækur og námsgögn á erlendum tungumálum.
- Fuglasöngleikur (Ólafur B. Ólafsson) 200.000 kr.
- Heimili og skóli 250.000 kr. til fræðslu í 6. bekk – SAFT.
- Rithöfundasamband Íslands 500.000 kr. til verkefnisins Skáld í skólum.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands