07/02/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Strætókortum og strætómiðum stolið

Brotist var inn á sölustað Strætó í austurborg Reykjavíkur í síðustu viku og stolið þaðan verulegu magni af grænum, bláum og rauðum strætókortum, en einnig var stolið talsverðu magni af lausum strætómiðum. Lögreglan varar því fólk við að kaupa strætókort og miða af öðrum en viðurkenndum söluaðilum, en biður jafnframt fólk að tilkynna til lögreglu ef því er boðið til kaups strætókort, sem og strætómiða, sem grunur leikur á að séu illa fengin. Upplýsingum um framangreint má koma á framfæri við lögreglu í síma 444-1000, eða í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is