06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Sólarhringsopnun í Laugardalslaug í Miðnæturhlaupi

Miðnæturhlaupið 2014 er nú haldið í 22. sinn og hefst og endar í Laugardalnum. Að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Borgarbúar og aðrir gestir geta einnig notað laugina við þetta tækifæri.

 

Miðnæturhlaup Suzuki 2014 fer fram mánudaginn 23. júní.  Um 1200 eru skráðir til þátttöku í hlaupið, 320 í hálfmaraþon, 450 í 10 km hlaupið og 440 í 5 km hlaupið.

Af þeim 1200 þátttakendum sem skráðir eru í hlaupið eru um 400 erlendir gestir og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú. Flestir erlendu gestanna koma frá Bandaríkjunum eða 106. Þá eru skráðir Bretar eru 95, Kanadamenn 83 og Svíar 16. Erlendu þátttakendurnir eru af 43 þjóðernum.

9135605215_8e2d7fffd5_z

Ljósmyndari: Hafsteinn Óskarsson  (marathon.is)