03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Skyndihjálp í alla grunnskóla

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli í ár og hefur afmælisárið verið tileinkað skyndihjálp, sem hefur ætíð verið einn af hornsteinum í innanlandsstarfi félagsins. Á árinu hafa meðal annars verið gerðar stuttmyndir, tónlistarmyndband og er símaskráin í ár tileinkuð skyndihjálparátakinu. Rauði krossinn áttar sig einnig á að nú er gervihnattaöld og var því snjallsímanotendum boðið upp á skyndihjálpar-app, sem er einfalt og þægilegt í notkun.

Nú þegar árið er að renna sitt skeið er lokahnykkurinn í átakinu skólaheimsóknir. Rauði krossinn setti sér það metnaðarfulla markmið að heimsækja alla grunnskóla á landinu fyrir árslok, og kynna skyndihjálp fyrir grunnskólanemendum á öllum aldri.

akurskoli5 akurskoli3