Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók þann 12. janúar síðastliðinn fyrstu skóflustungu að húsnæði fyrir jáeindaskanna á spítalanum. Íslensk erfðagreining færði íslensku þjóðinni skannann að gjöf sem og allan tilheyrandi tækjakost og sérhæft húsnæði undir hann. Verðmæti gjafarinnar er rúmar 840 milljónir króna.
Flókinn og umfangsmikill búnaður fylgir skannanum, svo sem öreindahraðall sem framleiðir geislavirk efni sem leita í sjúka vefi líkamans. Jáeindaskanni er oftast notaður í krabbameinsmeðferðum en hann er einnig hægt að nýta í tauga-, hjarta- og gigtlækningum.
Húsnæðið verður byggt á Landspítala Hringbraut, aðlægt skyldri starfsemi til að ná sem mestri skilvirkni og þægindum fyrir sjúklinga. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið í september en þá verður skannanum og búnaði komið fyrir og hann prufukeyrður.
Áætlað er að jáeindaskanninn verði kominn í notkun um næstu áramót.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands