Sunnudaginn 14. september kl. 14 verður ókeypis leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands á Þjóðminjasafninu. Á sýningunni eru yfir 2000 silfurgripir en leitast var við að beina sjónum að hinum mismunandi aðferðum við silfursmíð en um leið setja búningasilfur, borðbúnað ,silfurskildi og kaleika fram á nýstárlegan hátt. Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir.
Listrýnir Morgunblaðsins skrifaði m.a. um sýninguna:
…höfða til ímyndunarafls sýningargesta og gera þeim kleift að mynda tengsl við fortíðina og hina gömlu gripi á lifandi, aðgengilegan og myndrænan hátt…Með uppsetningunni er listrænt gildi gripanna undirstrikað og fegurðarþráin sem að baki býr.
Í Listaukanum á Rás1 var m.a. sagt:
Skyldusýning fyrir alla Íslendinga…sýning sem færir munasýningar upp á annað stig…nýstárleg nálgun…maður sér gripi í öðru ljósi.
Aðrar fréttir
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2019