Upplifun á samspili ljóss, borgar og myrkurs markar upphaf Vetrarhátíðar þegar Jón Gnarr borgarstjóri tendrar 10 ljósaverk samtímis í miðborginni, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19:30. Verkin eru öll hluti af ljósagöngu sem borgarbúar eru hvattir til þess að njóta í faðmi fjölskyldu eða í hópi vina. Hægt er að stíga inn í gönguna á ýmsum stöðum en korti með gönguleiðinni má hlaða niður á vefsíðu hátíðarinnar vetrarhatid.is.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands