Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita Hörpu styrk að upphæð fimm milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að standa straum af komu San Francisco ballettsins hingað til lands.
Fyrirhugað er að San Francisco ballettinn, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, haldi fimm sýningar í Eldborgarsal Hörpu á komandi sumri. Koma ballettsins hingað til lands, með því umfangsmikla sýningahaldi sem fyrirhugað er, mun án efa teljast til hápunkta í menningarstarfseminni hér á landi á árinu.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands