21/05/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Reykjavíkurleikarnir 2021

Reykjavíkurleikarnir 2021 fara fram í fjórtánda sinn  dagana 29. Janúar – 7. Febrúar. Snemma var ljóst að leikarnir yrðu ekki með hefðbundnu sniði vegna Covid-19. Mótshaldarar hafa lagt mikla vinnu í að skipuleggja mótið á nýjan hátt til að fylgja öllum sóttvarnarreglum.

Í ár er keppt í 18 íþróttagreinum, en í fyrra var keppt í 23 greinum, ótrúlegt þykir að ekki fleiri íþróttagreinar hafi hellst úr lestinni. Keppnisgreinarnar eru fjölbreyttar, á dagskránni er borðtennis, crossfit, dans, frjálsíþróttir, enduro hjólreiðakeppni, hermiakstur, júdó, karate, klifur, keila, kraftlyftingar, listskautar, ólympískar lyftingar, pílukast, rafíþróttir, skylmingar, sund og badminton unglinga.

Reykjavíkurleikarnir verða nú með breyttu sniði, ákveðið var að dreifa meira úr dagskránni og eru leikarnir því í 10 daga í stað tveggja helgna eins og áður. Síðustu ár hafa margir erlendir keppendur komið til landsins að keppa en ekki er von á þeim þetta árið. Þar sem engir áhorfendur eru leyfðir verður öllum viðburðum streymt ásamt því að Rúv mun sýna meira frá leikunum í ár. Vegna vatnsskemda í Laugardalshöll munu ákveðnar keppnisgreinar Reykjavíkurleikanna fara fram í nærliggjandi bæjarfélögum.

Fimmtudaginn 4. Febrúar verður svo ráðstefnan ”Íþróttir fyrir alla” frá kl. 13:00-16:00, ráðstefnunni verður streymt frá Háskólanum í Reykjavík.  Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.rig.is/radstefna-20201

Á vef Reykjavíkurleikanna rig.is má finna dagskrá leikanna og nánari upplýsingar.