Jón Gnarr, borgarstjóri hefur undirritað samning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við KFUM og KFUK í því skyni að efla starf samtakanna i Reykjavík, æsku borgarinnar til heilla.
Reykjavíkurborg hefur átt náið samstarf við KFUM og KFUK á liðnum árum og í samningnum er kveðið á um samstarfið milli aðila og mörkun framtíðastefnumótunar í samskiptum þeirra til tveggja ára. Styrkupphæðin nemur 28,5 milljónum króna á ári og er kveðið á um í samningnum að það fé sem borgarsjóður leggur til starfs KFUM og KFUK nýtist sem best þeim borgarbúum sem taka þátt í starfi samtakanna.
Hlutverk KFUM og K er að efla og þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Samtökin starfrækja barna- og unglingastarf á veturna í um 40 deildum víða um land sem halda fundi einu sinni í viku. Íþróttamót og hátíðir eru fastur liður í starfinu ásamt styttri og lengri vettvangsferðum.
Á sumrin taka við sumarbúðir sem KFUM og KFUK reka á fimm stöðum á landinu og leikjanámskeið sem haldin eru í Reykjavík og Kópavogi.
Fullorðinsstarf er mikilvægur þáttur félagsstarfs KFUM og KFUK , samkomur, fræðandi og uppbyggilegir fundir, námskeiðahald, helgarsamverur í sumarbúðum félagsins og fleira.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands