06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Reykjavík Bacon festival í dag

Matar- og fjölskylduhátíðin Reykjavík Bacon Festival verður haldin í dag 15. ágúst.  Sérvaldir veitingastaðir munu bjóða upp á fyrsta flokks beikoninnblásna rétti í bland við besta mögulega hráefni, – m.a. ferskan íslenskan fisk, svína-, lamba- og nautakjöt, mjólkurvörur og íslenskt grænmeti. Það verða ýmsar uppákomur, hljómsveitir, kórar, lúðrasveitir, hoppukastalar. Lukkutröllið Ófeigur mætir að sjálfsögðu á Skólavörðustíginn. Hátíðin hefst kl. 14:00 og stendur til 17:00.