06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Regnbogahátíð fjölskyldunnar í Viðey

Viðey tekur vel á móti hinsegin fjölskyldum sunnudaginn 10. ágúst með frábærri fjölskyldudagskrá og regnbogaveitingum.  Regnbogahátíð fjölskyldunnar er einn af vinsælustu viðburðum Hinsegin daga.

Ferjan siglir frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkustundar fresti frá kl. 11:15–17:15 og oftar ef þörf krefur. Ferjan leggur úr höfn í Reykjavík stundarfjórðung yfir heilan tíma. Hinsegin tilboð  verður í ferjuna.

  • 11:30–17:00 Regnbogaveitingar í Viðeyjarstofu fyrir börn og fullorðna.
  • 14:30 Samverustund og leikir í boði Félags hinsegin foreldra.