13/07/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Rauði krossinn leitar að sumarfólki

Rauði krossinn á Íslandi leitar að góðu fólki á aldrinum 20-30 ára til að starfa með félaginu í sumar. Um er að ræða vinnu hálfan daginn sem felur í sér söfnun Mannvina – sem eru styrktarfélagar Rauða krossins.  Nánar um verkefnið hér.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannúðarmálum, hafa góða framkomu, vera jákvæður og geta unnið sjálfstætt. Þekking og reynsla af störfum Rauða krossins er kostur.

Vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá og meðmælum á helga@redcross.is fyrir 13. apríl.