Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli þann 10. desember næstkomandi. Í tilefni af þessum merku tímamótum vill Rauði krossinn bjóða til afmælisveislu í húsi félagsins við Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Allir eru hjartanlega velkomnir og verður húsið opið milli 14 og 18. Kaffi og kræsingar verða á boðstólum, ljósmyndasýning um sögu Rauða krossins verður opnuð, tónlist verður spiluð og ýmsar fjölskylduvænar uppákomur eiga sér stað.
Dagskrá:
14.00 Húsið opnar
14.30 Gunni og Felix syngja skyndihjálparlagið ásamt 50 barna kór frá Leikskólanum Langholti.
14.40 Afmælishátíðin sett. Forseti Íslands ávarpar gesti.
15.00 Tónlist – Skuggamyndir frá Býsans
15.45 Sjúkrabílar afhentir með viðhöfn
16.00 Sirkus Íslands
16.45 Skoppa og skrítla
17.30 Tónlist – Stefán Hilmarsson
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands