Árið 2014 er Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Af því tilefni verður dagana 13. og 14. ágúst haldin ráðstefna um starfsþróun kennara frá leikskóla til háskóla. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi faglegrar starfsþróunar í norrænu og alþjóðlegu samhengi og boðið upp á fyrirlestra, málstofur og vinnustofur.
Aðalfyrirlesarar verða þrír, Andy Hargreaves frá Boston College, Pasi Sahlberg frá Harvard og Sigrún Aðalbjarnardóttir, Háskóla Íslands.
- Sigrún Aðalbjarnardóttir er góðkunn fyrir rannsóknir sínar á skólagöngu ungmenna og á kennarastarfinu.
- Andy Hargreaves hefur leiðbeint víða um lönd um stefnumótun í skólamálum. Hann mun fjalla um hvernig fjárfesting í fagmennsku kennara og gæðakennslu er forsenda þess að bæta námsárangur nemenda.
- Metsölubók Pasi Sahlberg, Finnish Lessons, lesa stjórnmálamenn jafnt sem skólamenn. Hann mun ræða um námsárangur finnska skólabarna og reifa spurningu sem brennur á vörum margra: Hvað myndi gerast ef hinir frábæru finnsku kennarar tækju til starfa í okkar skólum?
Þetta kemur fram á vef Menntamálaráðuneytis, og nánari upplýsingar þar.
Aðrar fréttir
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands
Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi 1. júlí 2024
Tómas Brynjólfsson skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika