Nemendur í Kelduskóla í Grafarvogi hafa undanfarna mánuði prjónað ullarteppi og húfur handa hvít-rússnesku þjóðinni, en Rauði krossinn hefur haft veg og vanda að fatasöfnun fyrir fátæk börn í Hvíta-Rússlandi á undanförnum árum. Allt frá árinu 2012 hafa eldri borgarar lagt fatasöfnuninni lið með því að prjóna hlý föt og teppi sem hafa verið send til Hvíta-Rússlands. Nú hafa nemendur Kelduskóla gert slíkt hið sama, en börnin sem lögðu fram vinnu sína stunda nám við 4.-8. bekk skólans.
Veturnir hafa reynst erfiðir síðustu ár og búa Hvít-Rússar við lélegri húsakost en þekkist í vestanverðri Evrópu – sérstaklega í dreifðari byggðum. Nánar um hjálparstarf Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi hér.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands