03/12/2023

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Persónuafsláttur hækkar

Samkvæmt gildandi lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.

Á grundvelli þess verður persónuafsláttur 623.042 kr. fyrir árið 2016, eða 51.920 krónur á mánuði. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar um  12.217 kr. milli áranna 2015 og 2016, eða um 1.018 kr. á mánuði og nemur hækkunin 2,0%.

Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða samkvæmt því 145.659 kr. á mánuði að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð samanborið við 142.153 kr. á mánuði 2015. Hækkunin milli ára nemur 2,5%.