Örfá sæti eru laus í glæpasagnasmiðju með rithöfundinum William Ryan í aðalsafni 21. nóvermber, en smiðjan er hluti af dagskrá glæpasagnahátíðarinnar Iceland Noir.
Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir var haldin í fyrsta skipti í nóvemberlok árið 2013 og vakti mikla athygli. Svo vel tókst til að ákveðið var að endurtaka leikinn og standa vonir til að hátíðin verði árlegur liður í bókmenntalífi hérlendis. Hátíðin verður dagana 20.-23. nóvember.
Sem fyrr tekur Borgarbókasafnið þátt í dagskránni. Föstudaginn 21. nóvember heldur írski rithöfundurinn William Ryan glæpasagnasmiðju í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, kl. 17-19.30. Ryan var einnig með smiðju í fyrra sem tókst sérdeilis vel, enda hét aðalpersónan Úlfhildur.
Nánari upplýsingar og skráning.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar