10/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Orðsending frá Lögreglu vegna rafhlaupahjóla

Við sjáum unga sem aldna þeysa um á rafhlaupahjólum sem einnig eru kölluð rafskútur.
Um þessi farartæki gilda ákvæði umferðarlaga og rétt er að vekja athygli ökumanna og forráðamanna barna sem nota slík tæki á reglunum en rafhlaupahjól falla að flestu leyti undir skilgreiningu reiðhjóla:
Rafhlaupahjólum má þó ekki aka á akbrautum, eingöngu á göngu- og hjólastígum.
Hámarkshraði 25 km/klst.
Börnum, yngri en 16 ára er skylt að nota hjálm.
Bannað er að ferðast með farþega á rafhlaupahjóli.
Óheimilt er að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis, ávana- eða fíkniefna.
Þegar rafhlaupahjólum er ekið eftir göngustíg eða gangstétt skal sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.
Nú þegar haustar er skylt að búa hjólin ljósum að framan og að aftan séu þau notuð í rökkri eða myrkri.
Ítarlegar upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgöngustofu: