06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Öll ráð notuð til að ná klaka af íþróttavöllum í Reykjavík

Undanfarnar tvær vikur hefur allt verið á fullu við að finna lausnir til að losna við klaka  á keppnis- og æfingavöllum íþróttafélaga í Reykjavík.  Þegar klaki hefur legið yfir grasi í þrjátíu daga er hætta á að grasið kali og skemmist. Það að klaki liggi á íþróttavöllum í  svo langan tíma er nánast óþekkt vandamál í Reykjavík. Þó voru vandræði í fyrra á Fjölnisvelli.

Í lok síðustu viku voru prófaðir sjö tonna valtarar með víbringi til að brjóta upp klakann en sú aðgerð heppnaðist ekki. Þá var gerð tilraun með gröfur sem búið var að smíða á sérútbúnar tennur til að brjóta upp klakann og það tókst mjög vel. Nú er búið að smíða samskonar búnað á tvö önnur tæki og var unnið á fullu alla helgina við að brjóta upp klaka til að koma súrefni inn á vellina.

img_5526 img_5466 Myndir frá Reykjavik.is