06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Nýr formaður Rauða krossins á Íslandi

Sveinn Kristinsson hefur verið kjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi á aðalfundi félagsins þann 1 7. maí s.l. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Rauða krossins á Íslandi sem kosið er um formann.

Sveinn tekur við af Önnu Stefánsdóttur sem sem lætur af formennsku eftir að hafa gegnt því starfi frá 2008, en samkvæmt lögum félagsins er ekki hægt að vera lengur en átta ár í því embætti.

Sveinn Kristinsson hefur verið formaður Rauða krossins á Akranesi í 9 ár. Sveinn er fyrrverandi kennari og skólastjóri og hefur gegnt forystu innan Rauða krossins og sinnt fjölmörgum félagsstörfum og trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Í starfi sínu fyrir Rauða krossinn hefur Sveinn virkjað samstarfsaðila í sveitarfélaginu til starfs með Rauða krossinum.

Til setu í stjórn Rauða krossins á Íslandi til fjögurra ára voru kjörnir: Halldór Valdimarsson fyrrverandi skólastjóri Húsavíkurdeild, Hrund Snorradóttir verkefnisstjóri hjá Austurbrú Vopnafjarðardeild, Margrét Vagnsdóttir rekstrarstjóri Háskólanum á Bifröst Borgarfjarðardeild, Jónas Sigurðsson, varayfirlögreglustjóri á Vestfjörðum Barðastrandarsýsludeild, en hann hefur jafnframt verið varamaður í stjórn síðustu tvö ár, Sigrún Árnadóttir sveitarstjóri í Sandgerði Suðurnesjadeild.

Til stjórnarmennsku til tveggja ára var kjörin Oddrún Kristjánsdóttir Reykjavíkurdeild. Ívar Kristinsson Kópavogsdeild og Þóra Björk Nikulásdóttir Stöðvarfjarðardeild voru kosnir varamenn til tveggja ára. Gunnlaugur Dan Ólafsson Grindavíkurdeild og Sigrún Camilla Halldórsdóttir Ísafjarðardeild voru kosin skoðunarmenn til tveggja ára, en Sigrún hefur verið skoðunarmaður frá 2010.