27/03/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Nýjar leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru

Sóttvarnalæknir hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um varnir gegn Zíkaveiru í ljósi nýrra upplýsinga um að veiran geti smitast manna á milli með kynmökum.

Algengasta smitleiðin er enn talin vera með moskítóflugum en þar sem veiran hefur fundist í sæði í allt að 3–4 vikur eftir sýkingu þá eru karlmenn hvattir til að nota smokka í 4 vikur eftir ferðalag til landa í Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla Zíkaveiru hefur verið hvað mest.

Þungaðar konur eru áfram hvattar til að ferðast ekki til þessara landa nema brýna nauðsyn beri en allir ferðamenn á þessum svæðum eru hvattir til að nota varnir gegn stungu moskítóflugna, sjá hér áður birta frétt frá 25.01.2016 um varnir gegn moskítóflugum.