Í dag, laugardaginn 6. júní kl. 15 verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins fyrsta einkasýning ljósmyndarans Valdimars Thorlacius. Sýningin ber heitið I Ein/Einn og sýnir heim einfara.
Með ljósmyndunum eru sagðar sögur af heimi einfara til bæja og sveita. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi; að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Með ljósmyndum sínum nær hinn ungi ljósmyndari að miðla þessum sérstaka heimi til sýningargesta.
Sama dag kemur út bók um ljósmyndaverkefnið hjá Crymogeu.
Aðrar fréttir
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Hátíðardagskrá í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2019