27/03/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Mikið álag hjá neyðarlínunni

Mikið álag er á 112 vegna tilkynninga um foktjón.  Fólk er beðið um að nota ekki 112 nema í neyðartilvikum núna þegar mesti hvellurinn er að ganga yfir.   Ef fólk nær ekki samband er hægt að hringja í 570-2080 eða senda SMS í 112.
Hægt er að senda Lögreglunni tilkynningar um minna alvarleg mál gegnum fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. www.facebook.com/logreglan