Landsbankinn hefur úthlutað fjórum milljónum króna til fjögurra félagasamtaka sem vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf fyrir samfélagið fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn á Íslandi fengu hver um sig eina milljón króna til að sinna aðstoð innanlands og UNICEF á Íslandi fékk eina milljón króna til neyðarhjálpar gegn ebólufaraldrinum í ríkjum Vestur-Afríku.
Mæðrastyrksnefnd nýtir fjárstuðning sinn til að fjármagna matarúthlutun og gjafir fyrir jólin og aðstoðar með því fjölda fjölskyldna. Hjálparstarf kirkjunnar færir skjólstæðingum sínum um land allt innkaupakort og Rauði krossinn sinnir innanlandsaðstoð við efnalitlar fjölskyldur um land allt. Hópur starfsfólks Landsbankans mun aðstoða Mæðrastyrksnefnd á næstu dögum við að deila út stuðningi til skjólstæðinga en stefna bankans er að starfsmenn taki þátt í völdum samfélagsverkefnum með sjálfboðastarfi.
Heimild og mynd: landsbankinn.is
Aðrar fréttir
Ráðherra kynnti bætta afkomu og aðhald í ríkisrekstri
Umsækjendur um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna