
Borgarráð hefur heimilað malbikunarframkvæmdir sumarið 2021 fyrir 1.117 m.kr.
Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga með fræsun og malbikun sem og malbikun yfir eldri slitlög. Áætlaður kostnaður er 916 m.kr. Auk þess verða framkvæmdir við malbiksviðgerðir fyrir 201 m.kr. samkvæmt rekstraráætlun umhverfis- og skipulagssviðs
Framkvæmdir ársins eru í samræmi við átak um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á árunum 2018-2022 er gert ráð fyrir að varið verði um 6200 m.kr. til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi