Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Samkvæmt lögunum er nú heimilt, án sérstaks leyfis, að merkja íslenskar vörur með íslenska þjóðfánanum.
Tilgangur laganna er að auka möguleika framleiðenda vöru til koma íslenskum uppruna hennar á framfæri við markaðssetningu erlendis og hér á landi, þar á meðal gagnvart erlendum ferðamönnum. Þau sjónarmið búa jafnframt að baki lögunum að neytendur geti, þegar um er að ræða vöru sem merkt er íslenska þjóðfánanum, treyst því að hún sé í raun íslensk að uppruna í þeim skilningi sem kveðið er á um lögunum.
Eftirlit með framkvæmd laganna verður á hendi Neytendastofu.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands