06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug

Breiðhyltingar munu fá aukin tækifæri til líkamsræktar með  tilkomu líkamsræktarstöðvar  sem stendur til að byggja við Breiðholtslaug. Borgarráð samþykkti í morgun að fela ÍTR að ganga til samninga við fyrirtækið Þrek ehf(Worldclass) um að vinna áfram að þróun hugmyndar um slíka stöð við Breiðholtslaug.

Forsaga málsins er sú að í maí 2013 auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum áhugasamra aðila til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri líkamsræktaraðstöðu í tengslum við Breiðholtslaug ásamt því að koma að fjármögnun, framkvæmdum og rekstri aðstöðunnar.

Tvö fyrirtæki Arctic Ísland ehf og Þrek ehf voru metin hæf til þátttöku og var boðið til áframhaldandi viðræðna. Bæði fyrirtækin skiluðu inn greinargerðum sem matshópur á vegum Reykjavíkurborgar fór yfir.

Það var niðurstaða matshópsins að velja Þrek ehf til að vinna áfram að þróun hugmyndarinnar en það fyrirtæki rekur líkamsræktarstöðvarnar World Class.

Heimild: reykjavik.is