21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Langholtsskóli vann Skrekk

Atriði Langholtsskóla Boðorðin 10 þótti best á hæfileikahátíð grunnskólanna sem fram fór í vikunni, en sjónvarpað var beint frá úrslitakeppninni í Borgarleikhúsinu.

Boðorðin 10 fjallar um þær óskrifuðu reglur sem unglingarnir þurfa að fylgja. Unglingum finnst þessar reglur oft segja til um það hvernig á að vera og því fylgir oft mikill félagslegur þrýstingur. Í dansi, söng og leik tjáðu nemendur Langholtsskóla hvernig þeir vilja breyta reglunum, ekki bara fyrir sig heldur alla unglinga.

Dansað af krafti í Boðorðunum 10