Atriði Langholtsskóla Boðorðin 10 þótti best á hæfileikahátíð grunnskólanna sem fram fór í vikunni, en sjónvarpað var beint frá úrslitakeppninni í Borgarleikhúsinu.
Boðorðin 10 fjallar um þær óskrifuðu reglur sem unglingarnir þurfa að fylgja. Unglingum finnst þessar reglur oft segja til um það hvernig á að vera og því fylgir oft mikill félagslegur þrýstingur. Í dansi, söng og leik tjáðu nemendur Langholtsskóla hvernig þeir vilja breyta reglunum, ekki bara fyrir sig heldur alla unglinga.
Aðrar fréttir
Veitir Bjarkarhlíð 15 milljóna króna styrk
Ríkissjóður kaupir alla hluti Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti hf.
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands