06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Landsleikur í knattspyrnu við Grikki

A landslið karla í knattspyrnu leikur í dag, þriðjudag, vináttulandsleik við Grikki og hefst hann klukkan 17:30 að íslenskum tíma. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi en Ísland lék á dögunum við Dani og tapaði 2-1.

Ísland hefur einungis tvisvar mætt Grikkjum en það var í undankeppni HM 1994. Fyrri leikur liðanna fór 1-0 fyrir Grikki í Grikklandi og seinni leikurinn endaði einnig með 0-1 sigri Grikkja, á Laugardalsvelli.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 og er hann í beinni á RÚV.