07/02/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Læknir maður ársins á Rás 2

Tómas Guðbjartsson prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum var valinn maður ársins 2014 af hlustendum Rásar 2.

Tómas og fleiri starfsmenn Landspítalans björguðu lífi manns, með undraverðum hætti, sem var stunginn með hnífi í hjartað. Í myndbandi sem tekið var upp og sýnt í Kastljósi sést hvernig Tómas  hnoðaði hjarta mannsins með berum höndum til að koma af stað blóðflæði til heilans.

63 voru tilnefndir í valinu en Tómas vann yfirburðasigur. Næst flest atkvæði fengu björgunarsveitarmenn á landinu öllu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í þriðja sæti í valinu.

Nánar má lesa á Rúv.is

Heimild: ruv.is